20.11.2006 | 09:57
Technical error og forsjárnefndatilhneiging
Ég hef í mörg ár verið þeirrar skoðunar að Spaugstofan eigi að vera hætt. Vissulega hafa þeir dottið niður á góða spretti en heilt yfir hefur verið þreyta í gríninu. Horfði á þáttinn frá síðasta laugardegi og verð að viðurkenna að þeim tókst bara vel upp. Árni Johnsen fékk sinn skammt og forsjárnefndatilhneigingin líka.
Að þessu tvennu: Það er sjálfsagt að menn fái annað tækifæri en að þeir séu lýðræðislega valdir til að setja lög og leikreglur fyrir alþjóð og höndla með almannafé eftir að hafa gerst sekir um að vera óhæfir til þess segir kannski meira um okkur sem þjóð en um viðkomandi einstakling.
Varðandi mannanafnanefnd, þá er hún gjörsamlega óþörf. Það er altént jafnþarft að hafa getnaðarvarnanefnd, sem ákveður hvaða foreldrar eru hæfir til að elska börnin sín nægilega. Eða mataræðisnefnd sem fer á milli heimila og skoðar matinn sem er á borðum og segir til um hvað megi borða og hvað ekki.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.