30.7.2008 | 11:35
Sandvík í tætlum
Fjölskyldan fór í skemmtitúr um Reykjanesskagann á sunnudaginn, skoðuðum helstu þéttbýlisstaði, Garðskagavita, fjöruna og ókum síðan suður á Reykjanes. Á leiðinni kíktum við í Sandvík þar sem brimið öskraði við ströndina og stelpurnar báðu vinsamlegast um að fá að fara aftur inn í bíl. En það var ekki bara brimið sem öskraði heldur voru þarna metnaðarfullir menn á mótorhjólum sem tættu upp ströndina og melhólana, þeyttu upp sandi og gerðu alla útivist á svæðinu afar lítt sjarmerandi.
Mótorhjólistar hafa greinilega eignað sér svæðið, sem er gamalt landgræðslusvæði og er á náttúruminjaskrá ásamt næsta nágrenni. Ég ákvað að vera ekki að pirra lögguna á þessu væga broti á íslenskum lögum sem varða utanvegaakstur en á þessu sviði er pottur talsvert skemmdur eða brotinn hér á landi. Svo datt mér í hug hvort ekki ætti bara að ánafna vélhjólasamtökum Íslands svæðið til afnota, með þeim skyldum og ábyrgð sem því fylgir. Þeir myndu þá hafa afnot af svæðinu en þyrftu einnig að tryggja verndun svæðisins, þ.e. að það færi ekki á kaf í sand og tjörnin gæti áfram verið búsvæði fugla, þrátt fyrir hávaðann.
Það er greinilega enginn sem sinnir þessu svæði, er vörslumaður þess, vegir eru slæmir, umgengni slæm og engar merkingar.
Við fórum síðan út á Reykjanes þar sem er eitthvert stórfenglegasta sýnishorn af íslenskri náttúru sem til er. Það sinnir heldur enginn um það svæði, vegir slæmir, illa merkt, bílastæði ekki afmörkuð o.s.frv. Þetta er enn eitt sýnishornið af því að náttúra landsins getur orðið eins og þurrsogin mjólkurkýr sem fær afar lítið að éta hjá hirði sínum, og horast upp.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.