Hvernig mótmæla Íslendingar lækkunartregðu olíufélaganna?

Þetta er gömul saga og ný og það verður að segjast eins og er að það er óhægt um vik að láta fæturna velja í þessum vöruflokki sem mörgum öðrum hér á landi. Nánast engin samkeppni er á olíumarkaði hér á landi og neytendur geta sleppt því að kaupa bensín einn dag en verða síðan að kaupa það næsta dag til að verða ekki strand.

Eina færa leiðin er að minnka heildareftirspurn eftir þessu eldsneyti. Það þýðir yfirleitt nýjan lífsstíl, sem við eigum afar erfitt með að temja okkur þó svo hér eigi að ríkja "kreppa". Ég hef t.d. það val að ferðast til og frá vinnu á bíl. Ferðin tekur mig u.þ.b. 10-15 mín. Þess í stað hef ég tekið strætó sl. vetur og notað til þess strætókort sem kostaði um 30 þús og gildir í 9 mánuði. Ferðin tekur um 30 mín. Ég gæti því sparað mér max 40 mín á dag með því að eiga bíl. Í sumar hef ég síðan hjólað nánast á hverjum degi til og frá vinnu. Ferðin tekur 25-30 mín, ca 9 km hvora leið. Þetta er mín heilsurækt.

Aðstæður fólks eru hins vegar mjög mismunandi og margir eiga því mjög örðugt með að hjóla eða ganga. Skutla börnunum hingað og þangað. Fundaferðir í vinnu. O.s.frv.

En svo er þetta oft spurning um viðhorf. Hvað þarf ég t.d. að vinna marga yfirvinnutíma til að borga fyrir rekstur á öðrum bíl, sem ég nýti að meðaltali 30-60 mín á dag? Yfirvinnutíma sem ég annars gæti nýtt með fjölskyldunni. Með því að hjóla eða ganga er líka komin góð hreyfing svo ég þarf varla að nýta mér líkamsræktina, sem tekur líka 1 klst á dag af dýrmætum fjölskyldutíma. Allt er þetta spurning um forgangsröðun.


mbl.is Dropinn dýr þótt verðið lækki ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband