Um hvað snúast almenningssamgöngur?

Mér fannst afar fyndið að stjórnendur Strætó leiddu hugann að því að fækka ferðum til að spara í rekstri. Besta sparnaðarleiðin fyrir Strætó væri að keyra bara alls ekki neitt. Nú fer í hönd sá tími sem fólki á ferð á höfuðborgarsvæðinu fjölgar svo um munar, allar götur stíflast af einkabílum, ein manneskja í hverjum. Tímasóun, mengun, stress, slys o.s.frv. veldur miklum kostnaði fyrir samfélagið. Almenningssamgöngur eru ein leiðin til að minnka þann kostnað. Það sem hins vegar vefst enn fyrir flestum sem þurfa að ferðast á milli staða á höfuðborgarsvæðinu er annars vegar að þeir eru miklu mun lengur að ferðast milli A og B í strætó eins og staðan er nú og hins vegar að vagnar ganga oft ekki nema á hálftíma fresti og það að missa af strætó er orðið háalvarlegt mál vegna allra skuldbindinga viðkomandi.

Forgangsatriði Strætó og þ.a.l. sveitarfélaganna er að greiða leið strætisvagna, stundum á kostnað einkabíla en einnig með forgangsreinum sem geta verið hrein viðbót við núverandi gatnakerfi. Það getur verið erfið og sársaukafull fæðing þar sem oft lengjast raðir einkabílanna. Hún er hins vegar nauðsynleg til að breyta hugarfari, breyta lífsstíl. Við þetta fjölgar farþegum og þá má auka tíðni ferða. 

Strætó á að setja sér markmið varðandi ferðatíma. Að flestir komist til og frá vinnu á innan við 30% lengri tíma en þeir gera í dag. Ég er t.d. 50% lengur með strætó í vinnuna en á einkabíl, fljótari að hjóla. 


mbl.is Aukin fjárframlög í stað niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband