Vel rekin stofnun

Þessi frétt er aldeilis ótrúleg. Nú þekki ég ekkert til reksturs sjúkrahússins á Akranesi og það er örugglega mjög vel rekið sjúkrahús, a.m.k. hef ég ekkert heyrt um það nema gott. En í fréttinni kemur fram að hallarekstur hafi verið á stofnuninni á síðasta ári og því farið fram á aukafjárveitingu á fjáraukalögum. Einhver myndi segja að það væri ekki vel rekin stofnun sem væri rekin með halla. En síðan er vitnað í Guðjón frjálslynda og Gísla bæjarstjóra þar sem þeir segja að verið sé að refsa stofnun sem er vel rekin. Geta þá ekki allir sagt að stofnun sem rekin er með halla sé vel rekin? Það vantar eitthvað í þessa frétt.
mbl.is Óska eftir viðræðum við fjárlaganefnd vegna SHA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einfalt - ef stofnun er vel rekin (þ.e. notar ekki alla fjárveitinguna) þá "var hún augljóslega að fá allt of mikið" og er skammtað minna í fjárlögum næsta árs. Ef þetta gerist í nokkur ár getur hún orðið verulega fjársvelt, á meðan illa reknar stofnanir fá aukafjárveitingar og hærri upphæðir ár í aðalfjárveitingu ár eftir ár.

Veit ekki hvort það er tilfellið hér - en það getur vel verið... 

Einar Jón (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband