19.8.2008 | 21:06
Hagsmunir hvers?
Þetta er gömul lumma. Vissulega eru til lélegar landbúnaðarvörur í "útlöndum". Og vissulega eru til lélegar landbúnaðarvörur hér á landi. Gæðakröfur á íslenskan landbúnaðr eru samt talsverðar og meiri en víða annarsstaðar, enda eru íslenskir neytendur hlynntir íslenskri landbúnaðarframleiðslu og borga talsvert fyrir að njóta hennar, bæði í formi hás vöruverðs og gríðarlegra fjárhæða í styrki. Ég skal alveg viðurkenna að ég veit ekki nákvæmlega út á hvað matvælalöggjöf Evrópusambandsins gengur en ég hef verið í útlöndum og dvalið þar mánuðum saman en er samt kominn heim aftur heill á húfi. Í útlöndum get ég valið vörur, vörur sem eru algert rusl, jafnt sem gæðavöru. Það er síðan mitt val hvort ég kaupi.
Það hefur hins vegar lengi tíðkast hér á landi að segja að íslenskar landbúnaðarvörur séu svo frábærar. Þær eru bara eins misjafnar og erlendis. Ég hef iðulega orðið fyrir vonbrigðum með kjötvörur sem hér er á boðstólnum, og það gildir um allar kjöttegundir. Íslenskar mjólkurvörur eru margar hverjar þrútnar sykri.
Hitt er síðan annað mál og ég hef nokkuð sterkar skoðanir á því, að okkur sem þjóð ber að vernda íslenska dýrastofna sem eru um margt merkilegt erfðaefni. Og þar kemur að hinum alvöru innflutningshöftum sem snúast um sjúkdómavarnir. Dýrasjúkdómar eru margir hverjir ekkert grín og erfitt að taka aftur ef þeim er hleypt inn fyrir fjarlægðarvarnirnar sem hér eru fyrir hendi.
Íslensk landbúnaðarframleiðsla er misjöfn eins og annarsstaðar í heiminum. Neytendur eiga að fá upplýsingar um uppruna og framleiðsluhætti, þá geta þeir valið. Á það skortir mikið.
Hagsmuna landbúnaðarins verður gætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.