29.11.2006 | 14:54
Hallelúja!
Það er ekki að sjá að gagnrýnendum núverandi styrkjakerfis í landbúnaði á Íslandi hafi verið boðið að taka þátt í þessari ráðstefnu, a.m.k. ekki sem frummælendur. Kerfis sem bindur bændur í klafa tveggja búgreina þannig að erfitt eða ómögulegt er að stunda nýsköpun. Það er fleira landbúnaður en mjólk og lambakjöt. Það er þessi þrönga nálgun styrkjakerfisins sem mér finnst gagnrýniverð og hún gefur bændum ekkert frelsi til að vinna innan rýmri ramma, leita nýrra leiða til að hafa arð af sínu landi. Bein framleiðslutenging styrkja verður einnig að telja gagnrýniverða, sífellt færri fá stærri hluta af styrkjunum. Rekstrarhagkvæmni? Ég get ekki séð að málið snúist alfarið um rekstrarhagkvæmni þegar svo stór hluti tekna er fenginn með styrkjum. Þetta er ekki spurning um hvítt eða svart, landbúnað eða ekki, heldur margþætt markmið, byggð, mannlíf, menningu, umhverfi og þekkingu svo dæmi séu tekin. Ekki að stefna að stærri búum, sem bitnar á velferð dýra, umhverfis og síðan fólks, eins og sést allsstaðar í kringum okkur.
Húsfyllir á fundi um landbúnaðarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Umhverfi og landbúnaður | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.