Milt haust

Ég fór snemma af stað í vinnuna í morgun, fáir á ferli og góðlátleg rigning sem lék um bera fótleggina. Vindur hefur verið af blessunarlega skornum skammti í sumar a.m.k. í mínum hjólaferðum til og frá vinnu. Síðasti föstudagur undantekning þegar maður fann virkilega meðvind á leið til vinnu. Sviptivindar á brúnni yfir Miklubraut og síðan aftur yfir Kringlumýrarbraut. Heimleiðin var erfiðari, var 10 mín lengur en venjulega.

Á leið minni í gær og í morgun var mér hugsað til þess sem Kári Harðarson bloggaði um ekki alls fyrir löngu um manninn sem mátti skyndilega ekki hjóla á Reykjanesbrautinni. Hjólreiðamenn eru ekki mikils metnir í umferð hér á landi, einkanlega í því er lýtur að hönnun hjólreiðastíga eða vega og síðan þegar e.k. framkvæmdir eiga sér stað við hjólreiðastíg eða veg. Þá er helst ekki gert ráð fyrir að hjólandi eigi þess kost að komast um. Oft á tíðum hverfa heilu gangstéttirnar, sem eru eini valkosturinn á löngum köflum til að hjóla á, 90° beygjur sem ekki er nokkur leið að ná með góðu móti og erfitt getur verið að hjóla upp á kantsteina.

En, ég er ekki frá því að hjólreiðafólki hafi fjölgað talsvert í sumar. Þrýstihópurinn gæti því hafa stækkað og þar með fjöldi kjósenda. Gætið að því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband