Nærætur og matarmílur

cover-2.jpg

Nú er ég kominn í nýyrðasmíð, held ég. Man ekki eftir að hafa séð orðið "nærætur" áður, eða "matarmílur" ef því er að skipta, nema á þessari bloggsíðu. 

Næræta er þýðing á ameríska hugtakinu, "locavore", sem er einhver sem leitast við að neyta fæðu sem er í hans nánasta umhverfi en forðast að neyta fæðu sem flutt hefur verið um langan veg, fæðu sem ferðast hefur margar matarmílur (e: food miles). ??????

Jú, nú er nefnilega kominn í tísku í Ameríku s.k. 100 mílu kúr sem byggist á því að neyta eingöngu fæðu sem ekki hefur ferðast lengra en 100 mílur áður en hún er komin á diskinn. Af hverju? Flutningur á iðnvæddum landbúnaðarafurðum og matvælum um BNA þver og endilöng er ábyrg fyrir 20-25% losunar gróðurhúsalofttegunda í BNA, hvorki meira né minna. Rökin fyrir þessari viðleitni eru því þokkaleg. 

Eins og sjá má á þessum dagbókarfærslum Elisa Ludwig, blaðamanns í Philadelpia, þá er þessi kúr þó ekki alveg einfaldur fyrir hinn venjulega mann og fólk enda misheppið með staðsetningu. Flestir þurfa að gerbylta mataræðinu og matseldinni. Hætta að neyta kaffis og tes, súkkulaðis, olíu o.s.frv.

Það er svolítið gaman að þessari hugmyndafræði og hún kannski fyrst og fremst til þess fallin að vekja athygli á þessari staðreynd, hversu miklir flutningar eru á matvælum fram og aftur um heiminn. Snertir okkur Íslendinga svo um munar, ekki bara varðandi flutninga til og frá landinu, heldur einnig innanlands. Forsvarsmenn íslensks landbúnaðar ættu að taka svona hugmynd fegins hendi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Jaaaá? Ekki vitlaust svosem að pæla aðeins í þessu.

Birna M, 19.8.2006 kl. 16:46

2 identicon

Þetta er af sjálfsögðu mjög heilbrigð hugmynd en ekki sem fanatismi sem gerir það að verkum að maður eti aðeins það hráefni sem er til á staðnum, heldur að nota hrávörur staðarins þegar þær eru til.

Það eru tvær aðrar stefnur sem eru væntanlega ofarlega í huga fólks sem vill stuðla að heilbrigðari heimi, lífrænt ræktaðar vörur og réttlátar vörur. Hin fyrri er vel kunnug flestum - hin síðari lyftir fram framleiðindum ýmissa vara í þróunarlöndum. Maður á að kaupa vörur sem maður er viss um að arðurinn gangi til fólksins sem býr á staðnum og framleiðir vöruna, en ekki stórfyrirtækjanna sem arðræna fólkið og notar það sem ódýran vinnukraft.

Það getur þó verið töluverður höfuðverkur að samræma allar þessar stefnur: Á maður að kaupa lífrænt ræktaða vöru frá Argentínu ef hún er ekki í boði á innlenda markaðnum? Á maður að styðja réttláta kakóframleiðslu í Ghana eða sleppa kakóinu og nota eingöngu danskan sykur í nammið?

Sigurður Hafþórsson

Sigurður Hafþórsson (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 19:14

3 Smámynd: Björn Barkarson

Eins með þessa hugmyndafræði og aðrar að sjaldnast á við fanatík. En "fairtrade" eða réttlætisvörur og lífrænt vottaðar eru angi af því sama, að tengja viðskipti við fleira en skammtímahagsmuni og arð. Þetta er viðleitni til að reikna umhverfi og menningu inn í viðskipti með vöru og þjónustu.

Björn Barkarson, 21.8.2006 kl. 10:31

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Yrði matarkúr okkar Íslendinga ekki fremur fábrotinn ef við ætluðum að tileinka okkur þennan "lífstíl"?

Skemmtilegar pælingar hjá þér annars..

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 21.8.2006 kl. 14:43

5 Smámynd: Björn Barkarson

Ömurlegur, súrsaðir hrútspungar og sviðasulta á veturna en tómatar og agúrka á sumrin.

Björn Barkarson, 21.8.2006 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband