1.8.2008 | 13:20
Sameiginlegt mat
Ég er hlynntur því í öllum meginatriðum að fram fari sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda eins og ætlunin er að fara í á Bakka. Eftir lestur á úrskurði umhverfisráðherra finnst mér hins vegar rök ráðuneytisins ekkert sérstaklega sterk, einkum að teknu tilliti til þess hvernig Skipulagsstofnun hefur staðið að málinu, sem mér finnst til fyrirmyndar. Þar var komið á mjög efnilegu samráði allra aðila sem miðaði að því að allir þættir fyrirhugaðra framkvæmda væru í gangi á sama tíma, sem myndi auðvela öllum að hafa yfirsýn yfir málið þ.m.t. umsagnaraðilum, Skipulagsstofnun og almenningi. Og það eru í raun meginrök ráðuneytisins að Skipulagsstofnun skortir lagastoð til að þvinga alla framkvæmdaraðila til slíks samráðs.
Ég vil hins vegar benda á það að á Bakkanum hinumegin á landinu fór fram sameiginlegt mat fyrir tvær tengdar framkvæmdir, Bakkafjöruhöfn og Bakkafjöruveg. Þar hefði mátt meta áhrif hafnarinnar sér og vegarins sér, sem hefði í sjálfu sér verið fáránlegt.
En ég á erfitt með að ímynda mér að þessi úrskurður breyti í raun miklu þó að sameiginlegt mat eigi e.t.v. eftir að kristalla betur erfiðleikana við að finna næga orku fyrir álverið.
En nú ætla ég að koma mér út í góða veðrið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 11:35
Sandvík í tætlum
Fjölskyldan fór í skemmtitúr um Reykjanesskagann á sunnudaginn, skoðuðum helstu þéttbýlisstaði, Garðskagavita, fjöruna og ókum síðan suður á Reykjanes. Á leiðinni kíktum við í Sandvík þar sem brimið öskraði við ströndina og stelpurnar báðu vinsamlegast um að fá að fara aftur inn í bíl. En það var ekki bara brimið sem öskraði heldur voru þarna metnaðarfullir menn á mótorhjólum sem tættu upp ströndina og melhólana, þeyttu upp sandi og gerðu alla útivist á svæðinu afar lítt sjarmerandi.
Mótorhjólistar hafa greinilega eignað sér svæðið, sem er gamalt landgræðslusvæði og er á náttúruminjaskrá ásamt næsta nágrenni. Ég ákvað að vera ekki að pirra lögguna á þessu væga broti á íslenskum lögum sem varða utanvegaakstur en á þessu sviði er pottur talsvert skemmdur eða brotinn hér á landi. Svo datt mér í hug hvort ekki ætti bara að ánafna vélhjólasamtökum Íslands svæðið til afnota, með þeim skyldum og ábyrgð sem því fylgir. Þeir myndu þá hafa afnot af svæðinu en þyrftu einnig að tryggja verndun svæðisins, þ.e. að það færi ekki á kaf í sand og tjörnin gæti áfram verið búsvæði fugla, þrátt fyrir hávaðann.
Það er greinilega enginn sem sinnir þessu svæði, er vörslumaður þess, vegir eru slæmir, umgengni slæm og engar merkingar.
Við fórum síðan út á Reykjanes þar sem er eitthvert stórfenglegasta sýnishorn af íslenskri náttúru sem til er. Það sinnir heldur enginn um það svæði, vegir slæmir, illa merkt, bílastæði ekki afmörkuð o.s.frv. Þetta er enn eitt sýnishornið af því að náttúra landsins getur orðið eins og þurrsogin mjólkurkýr sem fær afar lítið að éta hjá hirði sínum, og horast upp.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2008 | 11:31
Sumarfríið búið, í bili
Kominn aftur til vinnu eftir ágætt sumarfrí sem að mestu var tekið út í sveitinni, eins og það er oftast kallað á mínu heimili. Tekið á því, girðingarvinna, mála þak, smá heyskapur, smíða pall o.fl. Dálítil veiði en fulllítil til að láta staðar numið. Stefni því á að veiða eitthvað einhversstaðar um Verslunarmannahelgina. Ég fann fyrir því að vera alveg tilbúinn að fara aftur að vinna, sem er jákvætt.
Svo tókum við upp á því að panta ferð til Portúgal í september. Þangað hef ég aldrei komið. Þetta verður svona fjölskylduferð og framlenging á sumrinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 21:28
Sumarfrí
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 21:06
Erfið samningsstaða
Engin niðurstaða á fundi hjúkrunarfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 21:37
Brúðkaupsafmæli
Við hjónin eigum átta ára brúðkaupsafmæli í dag. Ég var með þetta allt á hreinu, mundi eftir þessu af miklu öryggi. Við borðuðum í Turninum á 19. hæð. Það var ágætist útsýni, reyndar bara svipað og heima hjá okkur. Gluggarnir dálítið skítugir. Þjónustan var að mestu ágæt og maturinn góður. Ég hef dálítið velt því fyrir mér af hverju maður getur farið á hádegisverðarhlaðborð og borgað innan við 3000 kall fyrir og svo fer maður út að borða að kvöldi, fær slappa þjónustu, og lala mat og þarf að borga minnst 5000 kall fyrir.
En allavega ef einhver vill fara á hádegishlaðborð með útsýni þá er 19. hæðin ágætur kostur.
Og til hamingju við.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 21:35
Cillit Bang á dönsku
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 12:11
Gríman sjónvarpsefni?
Grímuhátíðin áfallalaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 08:55
Margþætt áhrif
Þessi breyting á olíuverði gæti haft varanleg áhrif á verðmætamat í okkar neyslusamfélagi. Það að þeysa á milli staða með litlum tilkostnaði, verður ekki eins sjálfsagt. Stórir og þungir bílar verða ekki eins vinsælir. Dregið gæti úr ferðum um hálendið. Forgangsröðun ferða verður önnur. Kannski minnka skreppin.
Ég hef sjálfsagt svipaðar áhyggjur af þessari hækkun og aðrir og geri mér grein fyrir að þetta er afar erfitt í atvinnurekstri, fyrir verktaka, bændur og aðra atvinnurekendur. En almennt talað er ég þeirrar skoðunar að það sé tímabært fyrir okkur að hugsa málin upp á nýtt. Í raun má búast við að hækkanir á olíuverði geti verið góðar fyrir fjölskyldulíf. Fólk er minna á ferðinni, e.t.v. meira saman. Einnig gæti þetta verið gott fyrir lýðheilsu. NOta hjólið í stað bílsins, labba, hlaupa o.s.frv. En áhrif á hagvöxt verða sjálfsagt heldur neikvæð. En hvað segir hann okkur svo sem.
Dregur úr bílaumferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 13:19
Vorboðar í Miðfirðinum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar