1.5.2008 | 08:55
Stuðningur við hjúkkur
Mér og öllum landsmönnum er málið skylt og fyrir mína parta lýsi ég yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga. Ég vona líka að þessi samstaða þeirra haldi áfram inn í kjarasamningaviðræður á næstunni. Það er hins vegar til umhugsunar hvurslags samskiptahættir eru í gangi milli sjórnenda og starfsmanna. Eitthvað bogið við það. Hef ekki mörg orð um aðkomu ráðherra að málinu en mér virðist hann ekki hafa valdið vel sínu hlutverki og reyndar ótrúlegur læðipokagangur í allri stefnumótun á hans vegum. Enginn virðist vita hvert stefnir.
En í tilefni dagsins, styð ykkur hjúkkur!
Allra vilji að leysa málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 20:36
Gullkorn dagsins í gær
12.3.2008 | 14:00
LP með rispum
Sony kynnir plötuspilara sem má tengja beint við tölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 09:53
Lífræn ræktun og fæðuöryggi
Þetta er svolítið skemmtileg klemma. Af því að áburðarverð hækkar þá gæti verið möguleiki á að auka stuðning við búskap þar sem ekki er notaður tilbúinn áburður til fæðuframleiðslu. En að sama skapi, sé komið til móts við búskap þar sem notaður er tilbúinn áburður þá er jafnframt unnið gegn lífrænum búskap. Hmm...
Nokkrir þrautseigir bændur á Íslandi hafa komist áfram í lífrænni ræktun. Hjá þeim er ótrúlega verðmætur reynslu- og þekkingarbrunnur um aðferðir við ræktun, fóðuröflun og umhirðu. M.a.s. markaðssetningu, því þeir hafa þurft að vinna málið alla leið. Forystumenn íslensks landbúnaðar hafa alltaf verið mjög hræddir við þessa lífrænu stefnu og talið hana vinna gegn hinu heilbrigða framleiðnihugtaki í landbúnaði. Að lífrænn landbúnaður gæti aldrei orðið "mainstream". Sem er kannski rétt. Ef það er hins vegar rétt að lífræn ræktun sé vel möguleg hér á landi þá ættu forystumenn í landbúnaði að hunskast til að rækta þann mannauð og þá þekkingu sem býr í þeim sem hafa þraukað í gegnum síðustu áratugi með lífræna ræktun sem lifibrauð.
En af því að sífellt er klifað á fæðuöryggi varðandi núverandi landbúnaðarstefnu þá skal haft í huga að núverandi fæðuöryggi byggir á innfluttum áburði og innfluttu korni.
Ég hef verslað lífrænt ræktaðar vörur hér á landi um nokkurt skeið, einkum í gegnum græna hlekkinn. Þar má versla íslenskt grænmeti, ávexti sem sumir eru fluttir langar leiðir aðrir skemmri, íslenskt og erlent kornmeti og margt fleira. Dýrt að sjálfsögðu en góð matvara er dýrmæt.
Lífræn ræktun skynsamleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 14:12
Heilsugæsla á Alþingi og smá diet
Ég verð að segja það eins og er að mér finnst undarlegt að þingmenn finni sig knúna til að flytja tillögu til þingsályktunar um að ráðherra hefji undirbúning að setningu reglna um hámarksmagn transfitusýra í matvælum sbr. þetta. Það er löngu ljóst að magn þessara skaðlegu fitusýra í mörgum tegundum matvæla hér á landi, innfluttum sem innlendum, er mjög hátt og þjóð sem glímir við háan kostnað vegna heilbrigðiskerfis á að nota þau tækifæri sem gefast til að taka á svona einföldum atriðum. Af hverju í ósköpunum þarf Alþingi Íslendinga að eyða tíma í svona lagað þegar þetta er bara spurning um einfalda ákvörðun í viðkomandi ráðuneyti. Aðrar þjóðir hafa lagt í alla þá rannsóknavinnu sem þarf að inna af hendi og hana er sennilega hægt að taka nánast óbreytta upp hér á landi. Þetta er mál sem m.a.s. ég hef bloggað um hvað lengst. Gott og vel, það er ágætt að vekja athygli á málinu en hvar er þá t.d. Lýðheilsustöð ef við viljum miðstýrða umræðu?
Svo get ég ekki látið hjá líða að setja inn tengil á þessa mjög svo ógeðfelldu umfjöllun um sætuefnið aspartam, sem ku vera æði algengt í s.k. diet gosdrykkjum og fleiri meinhollum fæðutegundum. Þarna er um að ræða ómannúðlega tilraun á rottum sem fengu mismikið af sætuefni til neyslu. Niðurstöðurnar eru ekki uppörvandi og er ástæða til að velta fyrir sér hvort við mannfólk erum ekki álíka tilraunadýr mjög svo metnaðarfullra fyrirtækja sem markaðssetja "hollustuvörur" af ýmsu tagi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 10:18
Mikið rætt um landbúnað
Það er gleðilegt hversu mikil umræða er um landbúnað á Íslandi þessa dagana. Fæðuöryggi, hækkun matvælaverðs, verðmæti landbúnaðarlands, markmið opinbers stuðnings við landbúnað o.s.frv. Þetta er afar holl umræða, ekki bara bændum heldur öllum Íslendingum.
Nokkur atriði:
- Hér á landi verður landbúnaður seint samkeppnishæfur í verði við landbúnað í öðrum löndum.
- Staða Íslendinga getur orðið slæm skerðist samgöngur og flutningar til landsins.
- Úrval innlendrar landbúnaðarframleiðslu er fremur fábreytt og ber að hafa það í huga að framleiðsla á mjólk, kjúklingum og svínakjöti byggir að talsvert miklu leyti á innfluttum fóðurvörum.
- Hinn hluti fóðurframleiðslunnar á Íslandi byggir að stórum hluta á innfluttum áburði.
- Íslendingar eru því fjarri því að vera sjálfum sér nægir um fæðuframleiðslu.
- Íslenskur jarðvegur, jarðhiti og sólin mynda því grunninn að íslenskum landbúnaði auk þekkingar.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að breyta þurfi stuðningi við íslenskan landbúnað. Það byggir ekki á því að matvælaverð er alltof hátt hér á landi heldur tel ég íslenska bændur vannýtta sem auðlind. Með því að binda meginhluta stuðnings við tvær framleiðslugreinar þ.e. kindakjöt og kúamjólk er settur hemill á nýsköpun í þessari atvinnugrein. Hvernig sem það er útfært þá tel ég að ef bændur eiga að njóta stuðnings fyrir eitthvað þá er það að halda íslensku landbúnaðarlandi við, rækta það og búa eitthvað til, fæðu eða klæði, einhver verðmæti. Ekki endilega kúamjólk eða kindakjöt. Ég þekki rökin gegn þessum breytingum, að eftirlit með þessu sé dýrt miðað við núverandi kerfi. Það má vel vera en það þarf líka að hafa í huga hver markmið núverandi styrkjakerfis er og hvernig okkur er að takast að ná þeim markmiðum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 08:56
Of mikið lesefni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 09:41
Þursar á flugi
Við hjónin sóttum Þursaflokkstónleika í gærkvöldi. Þeir nutu stuðnings Kapútt við flutninginn. Flutningurinn var ekki tilviljanakenndur og menn með hlutina nokkuð á hreinu nema náttúrulega Egill sem gat ekki orða bundist og þurfti mikið að spjalla. Það var í góðu lagi enda söng hann eins og Þurs, átti örlítið erfitt með kröfuhörðustu tónana. Öll betri lög þeirra Þursa litu dagsins ljós á nýjan leik, í mishefðbundnum búningi. Ýmislegt búið að tvista og snúa, ekki síst með tilbrigðum strengja, blásara og ásláttar. Stundum óljóst hvert stefndi í tilbrigðunum. Eyþór Gunnarsson glímdi við hammondinn og bar sig á köflum að með svipuðum hætti og Karl heitinn, hafði greinilega náð nokkuð góðum tökum á stílnum. Við fengum fjögur viðbótar lög eftir uppklapp, sem endaði á Jón var kræfur karl og hraustur, meistaralega fluttum af Tómasi.
Sem sagt, bara gaman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 15:04
Plastpokar
Í hádegishittingi félags umhverfisfræðinga nú í dag barst talið að umbúðum og þeim valkostum sem neytendum er boðið uppá í því sambandi. T.d. þykja umbúðir untanum kjötvöru oft býsna fyrirferðarmiklar og lítt umhverfisvænar. Örlítil hakksletta í u.þ.b. hálfs fermetra plastbakka.
Til fróðleiks er það látið fylgja með hér að skv. frétt í NY Times þá ætlar Whole Foods keðjan að banna plastpoka í sínum búðum. Þetta finnst mér nokkuð flott enda nota ég hvert tækifæri til að fara með margnota Bónuspokana mína í Nettó til að versla. Pappírspokum er ég lítið hrifinn af, einkum í ljósi þess að rigning hér á landi lemur þá svoleiðis í sundur að innihaldið er löngu hrunið í götuna áður en ég kemst í húsaskjól. Svo er ekki laust við að pappírspokar kosta talsverða orku í framleiðslu. Margnota pokar eru tvímælalaust æskilegasta lausnin í þessu máli en Whole Foods ætla auk margnota poka að bjóða upp á endurunna pappírspoka. Erfiðast er að muna eftir að taka margnota poka með og hafa við hendina við þau fjölmörgu tækifæri sem innkaup fara fram.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 08:42
Svigrúm fyrir kosningar
Reglur um sveitarstjórnarkosningar þyrftu að gefa kost á því að íbúar í bananasveitarfélögum geti farið fram á kosningar. Illa er farið með skattféð og traust á sveitarstjórnarmönnum væntanlega ekki á háu stigi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar