Færsluflokkur: Dægurmál
5.5.2006 | 20:09
Útfjar
Nú hefur aldeilis dottið botninn úr gestakomum hér á Everard Way. Ekki útlit fyrir að nokkur sæki okkur heim fyrr en seint í sumar. Kannski er það líka ágætt. En þetta er búið að vera mjög gaman, fátt er eins gaman og að fá góða vini í heimsókn.
Það sem hefur gerst hérna síðustu daga telst nú til nokkurra tíðinda. Ráðinn var enskur þjálfari en enskir fótboltaáhugamenn sýna þeim nýja ekki mikinn stuðning til að byrja með. Hann verður að vinna fyrir þeirra velvild. Merkilegt hugarfar. Formaður nefndar enska knattspyrnusambandsins sem sá um valið sagði að mikill leki hefði verið frá nefndinni og því enginn vinnufriður, dálítið klúðurslegt.
Charles Clarke, innanríkisráðherra er nú orðinn fyrrverandi innanríkisráðherra, einhver uppstokkun hjá Blair, plástrar á sárin eftir hrikalega útreið í sveitarstjórnarkosningum þar sem Íhaldsmenn bættu miklu við sig. Tony kallinn er við það að steyta á skeri.
Veðrið hefur verið uppá það besta hérna síðustu daga, 20 stiga hiti og sól. Svona veður fer náttúrulega misvel í fólk, vel í flesta en þeir sem eru ljósir á hörund og með rautt hár eru svona la la hrifnir af þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2006 | 12:54
Meiri flensa og 3 H
Úpps! Nú er komin flensa í kjúklinga í Norfolk. Þarf að taka hausinn af ca 35 þús. stk. Þetta er þó sennilega stofn H7N7 en ekki H5N1. Álftahjónin sem eru með hreiður hér niður við vatn kæra sig kollótt og ætla að fjölga í stofni staðbundinna svana. Flestir voru orðnir mjög rólegir yfir þessum fuglaflensumálum hér enda var svanurinn sem fannst dauður í Skotlandi ekki breti, eða svo segja sérfræðingarnir.
Eldri borgarar hafa risið upp á afturfæturna hér í nágrannabyggð í Caerphilly og mótmæla auglýsingaherferð sem sveitarfélagið stendur fyrir um "taboo" eins og kynheilsu fólks yfir 50 ára. "Happy, health and horny" eru slagorðin sem birtast á veggspjöldum um alla borg og á strætó og hefur þetta vakið mikil viðbrögð, einkum orðið "horny", sem þykir varla boðlegt í þessum aldurshópi.
Annars er mest talað um tvennt í fjölmiðlum hér. Annað eru hneykslismál tengd þremur ráðherrum í ríkisstjórn Verkamannaflokksins, enda er ríkisstjórnin kölluð "sleazy" en það orð var einmitt notað til að lýsa stjórn Íhaldsflokksins á sínum tíma. Minnir aðeins á umræðu um valdaþreytu á Íslandi. Hitt er ákvörðun enska knattspyrnusambandins um að bjóða hinum brasilíska Scolari stöðu landsliðsþjálfara. Flestir enskir þjálfarar eru frekar óhressir með þetta en aðrir yppa öxlum. Eitt er víst og það er að enskur almenningur vonaðist eftir enskum þjálfara eftir lítið afgerandi Sven G Eriksson.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2006 | 12:19
Flensuóreiða meðal fugla
Það ber helst til tíðinda að fuglaflensa H5N1 hefur greinst í dauðum svan í Skotlandi. Nú beina allir Bretar sjónum að krummaskuði þar norður frá, Cellardyke, sem aldrei hefur fengið slíka athygli. Bareigandi á staðnum bölvaði þessu í sand og ösku og sá fram á hrun í ferðamennsku vegna þessa. Kannski svolítið skammsýnn því í þessu felast talsverð tækifæri við markaðssetningu sé rétt á haldið. Fyrst í stað þyrpast fréttamennirnir á staðinn og svo þegar flensan hefur breiðst út um allar Bretlandseyjar þá hefur Cellardyke sérstöðu sem staðurinn þar sem H5N1 fannst fyrst. Nafn bæjarins mun fá á sig mynd í hugum Breta og jafnvel verður breytt um póstkóða á staðnum, breytt í H5N1.
Hér í Cardiff sér ekki á fuglum ennþá en þó ríkir greinileg óreiða meðal þeirra. Þeir synda óvenju mikið í hringi og virðast ekki vita hvert skuli stefna. Staðbundnir andfuglar eru berskjaldaðir gegn hinum fjúgandi vágestum úr suðri, en reyndar verður eitthvað lítið um slíka gesti hér í Wales, þeir fljúga flestir austar. En flensan kemur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar