Meiri flensa og 3 H

Álftahjón við Roath Lake

Úpps! Nú er komin flensa í kjúklinga í Norfolk. Þarf að taka hausinn af ca 35 þús. stk.  Þetta er þó sennilega stofn H7N7 en ekki H5N1. Álftahjónin sem eru með hreiður hér niður við vatn kæra sig kollótt og ætla að fjölga í stofni staðbundinna svana. Flestir voru orðnir mjög rólegir yfir þessum fuglaflensumálum hér enda var svanurinn sem fannst dauður í Skotlandi ekki breti, eða svo segja sérfræðingarnir.

Eldri borgarar hafa risið upp á afturfæturna hér í nágrannabyggð í Caerphilly og mótmæla auglýsingaherferð sem sveitarfélagið stendur fyrir um "taboo" eins og kynheilsu fólks yfir 50 ára. "Happy, health and horny" eru slagorðin sem birtast á veggspjöldum um alla borg og á strætó og hefur þetta vakið mikil viðbrögð, einkum orðið "horny", sem þykir varla boðlegt í þessum aldurshópi. 

Annars er mest talað um tvennt í fjölmiðlum hér. Annað eru hneykslismál tengd þremur ráðherrum í ríkisstjórn Verkamannaflokksins,  enda er ríkisstjórnin kölluð "sleazy" en það orð var einmitt notað til að lýsa stjórn Íhaldsflokksins á sínum tíma. Minnir aðeins á umræðu um valdaþreytu á Íslandi. Hitt er ákvörðun enska knattspyrnusambandins um að bjóða hinum brasilíska Scolari stöðu landsliðsþjálfara. Flestir enskir þjálfarar eru frekar óhressir með þetta en aðrir yppa öxlum. Eitt er víst og það er að enskur almenningur vonaðist eftir enskum þjálfara eftir lítið afgerandi Sven G Eriksson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 24177

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband