Færsluflokkur: Matur og drykkur

Titrandi hendur

Viðurkenni fúslega að leikurinn í gærkvöldi var mér afskaplega erfiður sem Gunners manni. Hissa Segi ekki beint að þeir hafi verið lélegir en þeir voru ekki mikið réttu megin miðlínu og ólíkir því liði sem hefur spilað síðustu leiki í Meistaradeildinni. Kipptist nokkrum sinnum við og mest þegar Lehmann tók á honum stóra sínum.  

Nú sé ég fram á að þurfa að fá mér hjól, hlaupin hafa vakið upp gömul meiðsl í hnénu og þetta virkar ekki lengur. Hjól með keðjunni vinstra megin, eða..... 

Annars er hér blíða upp á hvern dag, 15-17 stig og sól. Íslendingar eru allt í einu hér á hverju strái, ekki að spyrja að nýlendustefnunni. En það er gaman að hitta landa sína í útlöndum. 


Nú er nóg komið!

cigs

Ég er búinn að fá nóg. Það er fólk út um allan heim að framleiða mat, samsettan úr hinu og þessu. Pakkar honum síðan í fallegar umbúðir og passar að hann sé líka fallegur á litinn. Auglýsir í sjónvarpi, þetta er hollur matur sem gerir þér gott og þú ert ekki nema 5 mín. að elda. Bullshit!

Nánast allur matur sem er mikið unninn og nánast tilbúinn til neyslu í neytendapakkningum inniheldur vond meðul þ.m.t. flestur skyndibitamatur.

Las því miður grein eftir Mike Furci nokkurn og varð illt af: http://www.bullz-eye.com/furci/2006/fats_lipid_hypothesis.htm

Hann ræðst þarna á unnar olíur, sem eru í nánast öllum unnum mat, auk þess að vera tappað beint á flöskur handa okkur. Líkir þeim við eitur. Eru ein af meginorsökum aukinnar tíðni hjartasjúkdóma í mönnum en jafnframt búnar til af mönnum. Skilgreint magn sem óhætt er að hafa í matvælum 0. Mælir heldur með dýrafitu t.d. hreinu smjöri, óunnum mat, kaldhreinsuðum olíum o.s.frv. Lesa alltaf innihaldslýsingar. Hann gefur ameríkönum ekki háa einkunn hvað varðar mataræði, sem kemur ekki á óvart en hver líti sér nær. Þeirra lausn er að auka lyfjaneyslu til að laga einkennin, skv. ráðleggingum sérfræðinga, sem eru nátengdir lyfjaframleiðendum.

Og það eru fleiri á sama máli:

http://www.recoverymedicine.com/hydrogenated_oils.htm 

Meira að segja ein síða sem er sérstaklega tileinkuð banni við notkun unninnar fitu:

http://www.bantransfats.com/ 

Þetta er ágætis lóð á vogarskálarnar, nú heldur maður áfram að skera niður ýmisskonar pakkavörur og rýnir enn betur í smáa letrið á umbúðunum. Ekki að ganga í klaustur eða svoleiðis. Við verðum bara að færa okkur aftur í sveitamatinn, ekki endilega súran og kæstan, en bestur "beint af beljunni" og beint úr garðinum. 

 


Hafa munninn lokaðan, heilsusamlegt og fasta

Það er vissara að hafa munninn lokaðan sé hlaupið um hér í Cardiff þessa dagana, allskyns flugkvikindi á sveimi sem eiga vísan aðgang uppí hlaupandi mann gæti hann ekki að sér. Þetta er sjálfsagt bara byrjunin. 

Ég hef verið svolítið hugsi síðustu daga varðandi matvælin sem við erum að kaupa. Gerði þá vitleysu að lesa grein í nýju tímariti hér í borg, Kidscome1st, þar sem fjallað er um lífrænt ræktuð matvæli. Mjög öfgalaus grein og læsileg en vakti upp draug sem hefur lengi blundað í mér, hvaða aðferðum er eiginlega verið að beita við að búa til matvælin sem við borðum dags daglega. Það er ekki ofsögum sagt að hver uppskera af grænmeti og ávöxtum fær nokkra skammta af illgresiseyðum og skordýreitri. Börnin okkar eru móttækilegust fyrir þessum óþverra og við látum okkur nægja að skola hráefnið í vatni. Það er margt um þetta ritað og enn fleiri skoðanir en ég er þess fullviss að margt á eftir að koma í ljós varðandi hollustu eða óhollustu þeirra matvæla sem við erum almennt að innbyrða. Þessi hugsun leitar ekki eins á mig þegar ég er heima á klakanum en rumskar í hvert sinn sem ég kem til útlanda. Kynntist þessu vel í Danmörku veturinn 94-95.

Við erum því að velta fyrir okkur að breyta innkaupunum talsvert yfir í lífrænt ræktaðar vörur, a.m.k. til prufu, einkum grænmeti og ávexti. Djúsið mitt verður örugglega mikið betra með þessu eiturslausa hráefni. Ullandi

Fastan er á enda í kvöld og þá verður aftur við hæfi að borða lambakjöt, enda er víst læri á leiðinni. Ekki vita allir hvað fastan er nátengd sauðburði en það þótti heldur heimskulegt að éta sauðfé skömmu áður en ær voru komnar að burði og því var það litið hornauga og síðan bannað, eða gert að trúarlegu atriði. Sauðkindin hefur því enn gríðarleg ítök í líf okkar mannanna.


Villtur, súkkulaði og sætindi

Það kemur sér stundum vel að vita að sólin gefur vísbendingu um áttir. Hljóp talsvert í austur í morgun, í átt til Lundúnaborgar. Beygði svo dálítið til vinstri eða í norður. Lítið um stíga og stundum ekki gangstéttir. Þeir stígar sem ég fann lágu allir upp. Öskrandi Aðrir lágu í hringi. Eftir nokkra stund fannst mér kominn tími til að hafa sólina í bakið og halda í vestur. Þetta hafði það í för með sér að nú lá leiðin niðurávið og brátt kom ég á kunnuglegar slóðir. Vatnið framundan og götur með kunnuglegum nöfnum, jafnvel á ensku. Þetta er ágætis leið til kynnast hverfum borgarinnar, reyna að kortleggja leiðina í huganum áður en haldið er af stað, spila svo eftir eyranu eftir aðstæðum, hlaupa til baka út úr blindgötum, hoppa yfir hundaskítinn, horfa í rétta átt þegar farið er yfir götu og loks að fylgjast með tímanum svo prógrammið fari ekki í einhverja vitleysu. Annars eru gömul fótboltameiðsli farin að gera vart við sig en best að bíða og sjá hvort þau hverfi ekki með hlýnandi veðri.

Hér er mikið framboð af súkkulaðieggjum hverskonar. Mikið ber á Cadburys. Þau eru yfirleitt pökkuð inn í litaðan pappír svo súkkulaðið sést ekki, sem er synd. Eftir síðustu súkkulaðisendingu að heiman þá langar mann ekkert í Cadburys, sem þó var orðið ágætt. Svo gæti verið stutt í næstu sendingu. Glottandi

Það hefur vakið athygli mína hversu sætindum er haldið að börnum á opinberum stöðum hér í landi, s.s. í skólum. Í mötuneytinu í grunnskólanum, sem að flestu leyti virðist nokkuð gott, þá fá þau eftirmat, köku, jelly eða jógúrt. Alltaf sykurkrem á kökunum. Svo, ef tilefni er til, þá fá þau gjarnan einhvern glaðning með heim t.d. köku eða eins og á síðasta kennsludag fyrir páska, súkkulaði. Þetta er ekki yfirþyrmandi en hver er hvatinn? Ég er með þá kenningu um þá áráttu okkar fullorðinna að gefa börnum sætindi, að okkur þykir það gott sjálfum og því verði börnin að njóta þess líka. Þau hins vegar þurfa þetta ekki og sakna þess ekkert á meðan þau ekki þekkja það.


« Fyrri síða

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband