15. Cardiffblogg

Annar hver þáttur á dagskrá sjónvarpsstöðva hér í landi eru raunveruleikaþættir einhverskonar. Sú tegund sem er mest áberandi er þar sem einhver einstaklingur eða einstaklingar fá utanaðkomandi "fræðing" á tilteknu sviði til að taka sig í gegn. Þetta gildir um klæðaburð, uppeldi barna, mataræði og lífsstíl almenn, hundahald, skilnaði og svo mætti lengi telja. Meginlínan er að tekið er fyrir hvernig viðkomandi hagar sér í dag, þ.e.a.s. stöðumat. "Fræðingurinn" greinir síðan vandamálið. Þá er sett af stað einhverskonar meðferð og loks er mældur árangur nokkru síðar. Bara eins og verkefnisstjórnun á að vera. Hvað gerist svo er náttúrulega eins og í ævintýrunum þar sem allir lifðu hamingjusamir til æviloka eftir að búið var að koma þeim á réttan kjöl í lífinu. Oftast felst í þessu einhverskonar niðurlæging fyrir viðkomandi þar sem honum/henni/þeim er sagt til syndanna, hvað hann/hún/þau séu nú vitlaus o.s.frv. Varðandi mataræðið þá er nú gaman að sjá hversu fátt af þessu fólki borðar mat. Skyndibiti, tilbúinn matur, gosdrykkir og fleira gott er látið ráða.

 

Bretar virðast almennt aldir upp við að borða franskbrauð. Það er mun meira úrval af hvítu brauði í hillunum hér en heilkorna brauði. Undarlegt, hélt að hvítt brauð væri bara hvítt brauð. Enda er mikið rætt um hægðatregðu í raunveruleikaþáttunum sem nefndir voru hér ofar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband