16. blogg

Við búum í rólegu íbúðahverfi hérna í Cardiff. Minnir svolítið á smáíbúðahverfið í Reykjavík, eða Fossvoginn. Húsin eru frá miðri síðustu öld. Þá var hér mikið að gera, kol, kol og aftur kol. En nú er kolasagan að baki og eftir stendur borg sem veit ekki hvert skal stefna. Stjórnsýslan er stór þáttur í atvinnulífi hér, höfuðborg með miklar skyldur, gríðarlega dýrt nýtt þinghús og allsskyns opinbera embættismenn á skrifstofum. Háskólaborg með fjölda stúdenta um allan bæ og tilheyrandi atvinnutækifæri. Menningarborg með fjölda hljómleikasala, menningarhúsa og íþróttaleikvang á stærð við Selfoss, tekur fjórðung af Íslendingum í sæti. Arkitektúrinn er afar ruglingslegur, hluti gamla bæjarins sprengdur í tætlur í heimsstríði II og byggðir ferkantaðir skrifstofukassar í staðinn. Saga sem sést um alla Evrópu. Blokkir varla sjáanlegar, einu háhýsin eru hótel og skrifstofubyggingar. En, ósköp þægileg, sérstaklega íbúarnir.

Ég er með þá kenningu að það sem gæti haft hvað best áhrif á ástand heimsmála í dag er að allir leikskólar og grunnskólar í heiminum séu gerðir að fjölmenningarskólum þar sem börn af sem flestum kynþáttum með sem flest trúarbrögð umgangist hvert annað. Þetta gerir mikla kröfu á skólana og starfsliðið en gerir börnin umburðarlyndari og minnkar fordóma. Skólar verða að sjálfsögðu að taka mikið tillit til hins margbreytilega menningarlega bakgrunns barnanna en jafnframt verða börnin og foreldrar þeirra að læra að taka tillit til mismunandi bakgrunns annarra. Ekki þessir gettóskólar sem víða eru þar sem uppfræðslan er á eina bók, kóran eða biblíu. Ég veit að dætur mínar munu búa að því alla tíð að umgangast börn af öðrum litarhætti og með mismunandi trúarbrögð. Það verður allt svo sjálfsagt.

Þetta með vorið er engar ýkjur, vorlaukarnir og blómin sem líkjast pákslaliljum eða túlipönum eru byrjuð að bæra á sér. Allskonar fuglar verða nú á leið minni og bæjarstarfsmenn út um allt með hrífur, klippur, kerrur og sláttuvélar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta mjög góður punktur og lenti reyndar í heitum umræðum við fólk í vinnunni um daginn þar sem kveikjan var kristinfræði og svo spannst þetta út í viðameiri umræðu um Ísland sem fjölmenningarlegt samfélag og þátt skólans í því. Það hlýtur jú að vera uppeldisatriði sem skólarnir þurfa að taka þátt í (og gera auðvitað nú þegar, en kannski mis markvisst). Hvað um það...

Hilsen til fjölskyldunnar.

Orri Huginn (IP-tala skráð) 16.2.2006 kl. 12:00

2 identicon

Athyglisvert! Sammála þessu öllu. Bæ.

Eitt enn - Til hamingju með Birnu Kristínu. Þú smellir einum á hana frá mér.

Kiddi (IP-tala skráð) 16.2.2006 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 24193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband