19.2.2006 | 16:53
17. Cardiffblogg
Hér ætlar allt um koll að keyra vegna andarinnar sem fannst í Frakklandi. Bændur sótthreinsa stígvélin sem aldrei fyrr og banna hænunum, öndunum og kalkúnunum að fara út. Reynt að tala gegn kjúklingaátshruni sbr. slæma reynslu frá Creutzfeld Jacob tímabilinu. En ljóst að hættan á að veikin berist hingað er veruleg. Hins vegar hafa sérfræðingar bent á að meginhluti farfugla fljúgi norður og austur og því komi tiltölulega lítill fjöldi farfugla hingað. Ég get ekki varist þeirri tilhugsun þegar ég hleyp í kringum vatnið að þarna sé nú ein skítaklessa með H5N1 innanborðs og reyni því að lenda ekki í henni. En það er hægar sagt en gert því stígurinn er ansi hreint óhreinn. Á hverjum morgni skimar maður eftir hóstandi svan eða önd með vasaklút. Allt í gjörgæslu. En fjölmiðlar reyna að vanda sig svo ekki verði úr einhver múgæsing.
Ekki mikið fjallað um Evróvisjón úrslit á Íslandi á BBC en það hlýtur að koma fyrr en varir.
Nú stöndum við í samskiptum við Cardiff hrepp vegna s.k. Council tax, sem er lagður á allar húseignir. Við viljum meina að við séum undanþegin skattinum en embættismenn hreppsins eru á annarri skoðun, a.m.k. ennþá. Sér ekki fyrir endan á því en um talsverðar upphæðir er að ræða, rúm þúsund pund á ári. Nóg er nú samt segi ég. En alltaf gaman að skrifast á við embættismenn, sérstaklega þegar maður hefur sjálfur reynslu af því að fá slík bréf, og svara þeim.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning