15.3.2007 | 20:24
Fjölmiðlabann
Það er voða lítið um að blogga þessa dagana. En eitt stendur niður úr öllu, stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun. Í raun ætti að bjarga fólki sem fylgist með fjölmiðlum frá þessu dæmalaus bulli sem er kallað stjórnmál á þessum tíma árs með því að setja a.m.k. alþingismenn og verðandi alþingismenn í fjölmiðlabann. Ef þetta lið hefur áhuga á að tjá sig við þjóðina þá skuli það vinsamlegast horfa í augun á viðmælandanum og ljúga þannig upp í opið geðið á kjósandanum en ekki nota fjölmiðlafjarlægðina.
Stjórnmál hér á Íslandi, og reyndar víða, eru svo lágkúruleg að það nær ekki nokkurri átt. Og fjölmiðlar spila með, yfirborðskennd fréttamennska, alltaf hægt að sjá fyrir umfjöllunina, hægt að spila á hana.
Sem sagt, gefum alþingismönnum frí strax, áður en þeir afgreiða fleiri loddaralög, og leyfum þeim að berjast fyrir atkvæðunum úti í raunverulegum heimi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.