Laupur í staur

Hrafninn týnir ekki niður krunki sínu og hefur verpt í rafmagnsmastur eitt í Flóanum. Þetta sá ég á leið minni til vinnu í gærmorgun. Það er ekki í fyrsta skipti sem þetta mastur verður fyrir valinu en tókst ekki sem skyldi síðast. Nú skal bætt um betur og settar endurbættar festingar á laupinn svo ekki verði hann lagður upp. 

En ég reyndi að horfa á framboðsfund í gærkvöldi, útsendingu frá Selfossi. Ekki var það nú áhugavert, hver kjaftaði í kapp við annan, Helgi Seljan dæmdi sig úr leik sem slakur stjórnandi umræðna. Slökkti því á þessu froðusnakki sem boðið var uppá. Horfði þess í stað á mynddisk með U2. Hann var nú heldur leiðinlegur líka en þá kom að því að mig langaði á tónleika með sveitinni en þá hef ég aldrei upplifað. Stefni því á að bjóða minni heittelskuðu eiginkonu á tónleika þegar þeir félagar verða næst á ferðinni einhversstaðar í grenndinni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf hjúkka

Heittelskaða eiginkonan hlakkar mikið til!

Ólöf hjúkka, 13.4.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband