11.4.2007 | 09:00
Laupur í staur
Hrafninn týnir ekki niður krunki sínu og hefur verpt í rafmagnsmastur eitt í Flóanum. Þetta sá ég á leið minni til vinnu í gærmorgun. Það er ekki í fyrsta skipti sem þetta mastur verður fyrir valinu en tókst ekki sem skyldi síðast. Nú skal bætt um betur og settar endurbættar festingar á laupinn svo ekki verði hann lagður upp.
En ég reyndi að horfa á framboðsfund í gærkvöldi, útsendingu frá Selfossi. Ekki var það nú áhugavert, hver kjaftaði í kapp við annan, Helgi Seljan dæmdi sig úr leik sem slakur stjórnandi umræðna. Slökkti því á þessu froðusnakki sem boðið var uppá. Horfði þess í stað á mynddisk með U2. Hann var nú heldur leiðinlegur líka en þá kom að því að mig langaði á tónleika með sveitinni en þá hef ég aldrei upplifað. Stefni því á að bjóða minni heittelskuðu eiginkonu á tónleika þegar þeir félagar verða næst á ferðinni einhversstaðar í grenndinni.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heittelskaða eiginkonan hlakkar mikið til!
Ólöf hjúkka, 13.4.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.