Frábærir tónleikar og grunngildin

Það tókst svosem ekki að bjóða frúnni á U2 tónleika en við fórum þess í stað á tónleika á vegum Ungmennafélagsins Baldurs í Þingborg, með ekki ófrægari hljómsveit en Köntrýsveit Baggalúts. Smávegis misskilningur í fjölmiðlaumfjöllun varð þess valdandi að við mættum 1 klst of snemma, og ekki þau einu. En biðin var fyllilega þess virði. Baggalútur stillti upp stórsveit með mannskap úr Hjálmum, Guðmund Pétursson og D Cassidy innanborðs. Flutningurinn var eftir því, hvert lag hnökralaust og textarnir hver öðrum fyndnari, útsetningar eðlilegar og í anda hefðbundins köntrís. Mannskapurinn hafði líka greinilega stórgaman að því sem þeir voru að gera. Enduðu á jólalagi.

Nú erum við feðginin heima meðan frúin er á málþingi í bænum, hlustum á Beautiful South og Ampop. Ég hef sett stefnuna á metnaðarfyllra tónlistaruppeldi fyrir börnin, hætta þessu barnatónlistarhjakki og velja úrvalstónlist til flutnings á heimilinu við hvert tækifæri. Það er ábyrgðarhluti að láta börnin fara á mis við klassíska popptónlist síðustu áratuga 20. aldarinnar og síðustu ára. Þetta er svipað og með matinn, ala börnin upp við reglulegt mataræði, hollan en góðan mat og samveru á matartímum. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið, bara ganga út frá grunngildunum, börnin vinna síðan úr því sjálf eftir bestu getu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband