Dear Elsa, hættu núna!

Eftir markvissar umræður þriggja eiginmanna jafnmargra hjúkrunarfræðinga þá höfum við komist að þeirri niðurstöðu að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga hefur minna en engan árangur borið. Þetta þýðir jafnframt það að forysta hjúkrunarfræðinga hefur brugðist þeim í því að berjarst fyrir því að fagstéttin húkrunarfæðingar fengi þá viðurkenningu sem henni ber. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart að forystunni mistekst að brjótast út úr hinni hefðbundnu skilgreiningu á starfinu. Kennarar eru annað dæmi. Hjúkrunarfræðingar eru stórkostleg stétt sem heldur samfélaginu saman þegar eitthvað bjátar á hjá okkur hinum "almenna Jóni".  Þær, því langflestar eru þær konur, sinna okkur af fagmennsku, greina það sem okkur bagar, hlusta á vælið í okkur, og segja okkur hvenær rétt sé að koma okkur af stað aftur í vinnu. Enginn hefur sinnt því að meta ávinninginn af starfi þessa fólks en þess í stað einbeitt sér að kostnaðinum. Því segjum við það, þrír eiginmenn jafnmargra hjúkrunarfræðinga, skiptið um forystu í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sóknarfærin eru fyrir hendi, lítið á ykkur sem vel menntaða fagmenn og fyllið stétt ykkar stolti. Við, þessir þrír eiginmenn, hvetjum alla sem staddir eru í svipuðum sporum að setja inn athugasemd, því það er okkar mat að nú sé kominn tími fyrir nærstadda að taka höndum saman og knýja á um nýja forystu í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga svo kjarabaráttan skili einhverjum árangri. Látið í ykkur heyra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 24174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband