21.6.2006 | 10:32
Græna byltingin í stórmörkuðunum og ljótur jarðargróði
Árið í ár er tileinkað baráttu stórmarkaðanna um græna ímynd, það gildir bæði hér í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Sumar yfirlýsingarnar flokkast undir lýðskrum en aðrir hafa látið gjörð fylgja orði. Gamli risinn í nýja búningnum, Marks & Spencer, er álitinn grænasti stórmarkaðurinn í Bretlandi að mati umhverfisverndarsinna, Greenpeace og Friends of the Earth. Þar er meira um s.k. "fair trade" vöru, frá fátækum framleiðendum í þróunarlöndum, fatnaður úr lífrænt vottaðri baðmull og sjóvænn fiskur (ocean friendly), hvað sem það nú þýðir. Maður má því eiga von á auknu úrvali af góðri vöru á lægra verði á næstunni.
Svo má ekki gleyma snobbbúðinni Waitrose, sem hefur verið ansi framarlega í græna geiranum, samanborið við hina risana. Þeir ætla nú að bjóða upp á ljóta ávexti og grænmeti á afslætti. Krafa okkar neytenda um hið fullkomna útlit matvörunnar er komin í slíkar öfgar að "ljótri" vöru er hent vægðarlaust. Nú ætlar Waitrose sumsé að bjóða afskræmd jarðarber og bognar gulrætur "visually flawed or oddly shaped". Þetta má nota í sultur og mauk hverskonar.
Við eigum von á sendingu frá Riverford í dag. Þau viðurkenna fúslega að jarðarberin frá þeim séu ekki fullkomin í laginu en þau séu himnesk á bragðið. Sama gildir um gulræturnar.
Við erum í kælingu hér í Cardiff þessa dagana, eftir heita síðustu viku. Það nær ekki 20 stigum hér, þungbúið og nokkur vindur. Spáin svipuð næstu daga.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.