26.4.2007 | 20:52
Marokkó!
Lífið fer stundum framúr manni. Nú stefnir allt í að ég fari til Marokkó á þriggja daga ráðstefnu um miðjan maí. Í gær var ég ekki beinlínis á leið til útlanda, reyndar frekar fúll yfir að konan væri að fara til útlanda um helgina. En ástin eykst og þroskast við hæfilega fjarveru.
Ef einhver sem les þetta hefur komið til Marokkó, þá eru gagnlegar ábendingar vel þegnar.
Ráðstefnan fer víst fram á frönsku en boðið upp á þýðingu. Ég var reyndar að hugsa um daginn hvort maður ætti nú ekki að bæta við sig eins og einu tungumáli.
Um bloggið
Bjössablogg
Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og þú veist þá hef ég komið til Marokkó. Eignaðist þar kufl og trommu sem ég hef ekki skilið við mig síðan. Fór á úlfaldabak og borðaði kjötsúpu. Var reyndar næstum laminn þegar ég ætlaði að hætta við að kaupa trommuna. Borgaði örugglega allt of mikið - en slapp við að vera laminn. Jú, og lyktin var skrýtin fyrir mitt gerilsneydda nef. Svona eins og blanda af úldnu kjöti, skólpi og gömlu blautu gólfteppi (hljómar svolítið eins og lýsing vínsmakkara á rauðvíni, hef a.m.k heyrt þá tala um blauta gólftusku). Væri samt alveg til í fara þangað aftur.
Kiddi, 27.4.2007 kl. 15:03
Ég hef komið til Marokkó. Var með fjölskyldunni í helgarferð frá Spáni. Ferðin byrjaði á því að landamæraverðir stoppuðu okkur í 40 stiga hita og sól í óloftkældri rútu í 4 tíma og enginn mátti fara út og kaupa ís eða gos. Voru víst að refsa okkur fyrir að Svíar voru teknir skömmu áður þarna með dóp. Lyktin var hræðileg í borginni og maturinn vondur. Við urðum eftir á veitingastað með íslenska gædinum (sá innfæddi fór með restina af hópnum) sem þegar til kom rataði ekki á hótelið né vissi hvað það hét. Þegar við loksins komumst þangað eftir mikinn þvæling og angist þá kom í ljós að við höfðum misst af úlfaldaferðinni. Á heimleið var ég dregin afsíðis af tollvörðum sem vildu klappa hárinu á mér með tilheyrandi stressi fyrir fjölskylduna. Þess má geta að ég var 9 ára. Góða ferð Bjössi minn og ég vona innilega að þín Marokkódvöl verði í alla staði mun jákvæðari en mín!
Gunna Lára (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.