1.7.2006 | 09:01
Kranavatnið ku vera gott og 10.000 sinnum ódýrara
Kranavatn hér í Wales ku yfirleitt vera gott, einkum nær fjöllunum. Hér suður í dölum hafa komið upp m.a. e-coli tilfelli rakin til kranavatns. Við höfum frá upphafi keypt okkar drykkjarvatn í stórum 5 lítra plastbrúsum, einhvern veginn höfum við það á tilfinningunni að hið oft mikið meðhöndlaða kranavatn sé ekki fullkomlega óhætt og svo þykjumst við finna bragð sem okkur líkar ekki. Kannski er líka um að ræða einhverja útlandahræðslu.
Grein í Independent fjallar um þetta mál og þar er bent á að í Bretlandi kostar líterinn af flöskuvatni í smáum pakkningum u.þ.b. það sama og líter af bensíni, tæpt 1 pund. Til samanburðar þá kosta 10.000 lítrar af kranavatni um 1 pund. Það má blanda ýmsum bragðefnum í kranavatnið fyrir þann mismun, sjóða það og frysta o.s.frv. Við höfum keypt líterinn á ca 20 pens, getum varla fengið það ódýrara. Neyslan af þessu vatni er ca 12 lítrar á viku sem gerir 2,4 pund eða um 10 pund á mánuði. Við gætum sumsé sparað okkur nokkurn pening á því að skipta yfir í kranavatn.
Umhverfiskostnaður fyrir utan þetta er talsverður, framleiðsla á plastflöskum kostar mikla orku, akstur á vatninu fram og aftur um landið með tilheyrandi mengun og orkukostnaði og loks úrgangurinn sem skapast og er ekkert nema vandamál. Maður verður sennilega að taka sig á en það kostar vafalítið nokkrar umræður hér innanhúss. Sjáum hvað setur.
Nú er blíða hér hjá okkur, 25-30 stiga hiti og sól. Það lítur út fyrir mikið rafmagn í loftinu, núningur heita og kalda loftsins gæti orsakað miklar þrumur og eldingar næstu daga, sem er kannski fyrirboði þess að Englendingar falli úr heimsmeistarakeppninni.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.