9.5.2007 | 20:43
Kosningar flúnar, með trega
Jæja, nú flýg ég til Marokkó í fyrramálið. Þarf að vakna hálffjögur. Í Marokkó er ekki nema 34 stiga hiti þessa dagana og því rúmlega notalegt. Þá er að spá í hvaða föt í ósköpunum á maður að fara með. Rykið dustað af stuttermaskyrtunum og léttu buxunum, keypti niðurgangsmeðal til öryggis og svo þarf sólarvörn og moskítósprey. En það er með trega í hjarta að maður fer í svona ferðir. Mér finnst alltaf erfitt að skilja við mína fjölskyldu, þó það sé bara í stuttan tíma.
Ég sumsé losna við eða missi af Júróvisjón og kosningum X07. Búinn að kjósa sjálfur. Mun þess í stað njóta kvöldverðar með ráðstefnuhöldurum þar ytra. Vel á minnst, ef einhver hefur snefil af áhuga á að vita hvað ég er að fara að gera þar ytra þá er hér slóð inn á heimasíðu verkefnisins sem verið er að kynna. En þetta snýst um baráttu gegn eyðimerkurmyndun þar ytra og hvernig mannskapurinn hefur verið virkjaður í þeirri baráttu. Sumsé alheimsvandamál í hnotskurn. Þetta er hins vegar lítið rætt um sem umhverfisvandamál hér á landi, enda landið grasi og skógi vaxið hér og þar.
Og að lokum, ég væri alveg til í að skipta um ríkisstjórn.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.