Þurr á manninn

Hér ytra er svo þurrt að maður svitnar varla. Svitinn skilur aðeins eftir sig saltútfellingar á fötunum en hverfur jafnharðan. Þannig verða eftir hvítir blettir á fötum í stað rakra svitabletta. Þetta hefur það í förm með sér að maður gerir sér ekki eins grein fyrir vatnsþörfinni, vatnið bara gufar upp án þess maður verði var við það. Annars er ekki hægt að kvarta undan veðrinu, sól og hiti. Sennilega 30-35 gráður og sólin beint ofaní hvirfilinn. 

Dagskránni í dag var aflýst svo síðasti dagurinn hér verður frír. Ágætt en ég hefði svo sem alveg þegið að komast fyrr heim. Sakna konunnar minnar svo mikið.

Annars hefur þetta verið talsvert lærdómsríkt. Stundvísi hérlendra ekki upp á marga fiska og þeir eru með eindæmum langorðir. Stjórnkerfið enda talsvert flókið og margir sem þarf að hafa ánægða. Mikið var um hvítflibba hér í gærmorgun þegar ráðstefnan opnaði og mikið um bukt og beygingar.

En verkefni eins og það sem hér var verið að kynna er ekki einfalt í uppbyggingu.  Bæði er erfitt að ná í peninga til slíkra verkefna og krefst það mikillar kunnáttu og eftirfylgni. Er í raun orðið sér fræði. Hins vegar er að byggja upp verkefni sem virkar félagslega, bætir afkomu bændanna, bætir landið og er meðtekið í samfélaginu. Það virðist að mestu hafa tekist hér, sérstaklega er ég hrifinn af því hvernig þeir hafa tekið á félagslega þættinum, fléttað inn í að auka færni fólksins, lestrarkennsla, kennsla í meðferð búfjár, kennsla í að framleiða plöntur o.s.frv. Markmiðið að sjálfsögðu að auka færni og frumkvæði svo tækifærin verði fleiri. Hér er hins vegar gríðarleg fátækt en fólkið vingjarnlegra og glaðlegra en við er að búast við slíkar aðstæður.

Ég get ekki leynt því að maður hálf skammast sín sem Íslendingur fyrir að eiga land í tötrum en þvílíkan auð. Aðeins um það að ræða að setja peningana í farveg, aðeins pólitísk spurning.

Pólitík, hver var að tala um hana. Hvað ætli framsóknarmenn séu tilbúnir að ganga langt til að halda völdum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir innlitið á síðuna. Hljómar spennandi ferðalag hjá þér. Aldrei komið til Marakkó en ég get ímyndað mér að þar sé margt að sjá og upplifa

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband