Gott innlegg

Ég verð að hrósa BSRB fyrir þennan texta um matvælaverð á Íslandi. Það er náttúrulega óheyrilega hátt og svo verður að taka með í reikninginn hver eru gæðin á vörunni sem við neytendur fáum með í pakkanum. Gæði á íslenskum landbúnaðarafurðum eru tiltölulega mikil, a.m.k. miðað við margt sem manni stendur til boða hér erlendis, það er oft fyrst þegar maður hefur búið erlendis sem maður lærir að meta gæði íslenskrar matvælaframleiðslu. Það er hins vegar ekki svo einfalt að við eigum að borða íslenskt bara af því að það er íslenskt. 

Hið íslenska landbúnaðarstyrkjakerfi þarfnast verulegrar endurskoðunar við. Þar er enn stuðst við beinar framleiðslutengingar styrkja en það verður að leita fleiri leiða til að klippa á þessar mjög svo markaðstruflandi greiðslur. En þá þarf að leita leiða til styðja við landbúnaðinn, því það ætti enginn að ætla íslenskum landbúnaði að þrífast við erfiðar aðstæður án styrkja á meðan landbúnaður annarsstaðar í heiminum nýtur gríðarlegra styrkja og væri við hæfi að þeir styrkir fengju meiri umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum.  


mbl.is BSRB vill þjóðarsátt um íslenskan landbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband