Af barnatíma og hjólreiðum

River Taff

Það verður að segjast eins og er, hvað sem fólki finnst um hina íhaldssömu sjónvarpsstöð BBC, að ég tel það forréttindi að hafa aðgang að því barnaefni sem er sýnt á barnastöðinni CBeebies. Dagskrárefnið er undantekningalítið vandað, oft reynt að kveikja hugmyndir hjá börnum, og foreldrum, og mikil fræðsla falin í efninu. Svo eru engar auglýsingar nema um dagskrána. Enda hrökk Margrét við þegar hún stillti á barnatímann á Five í morgun og það kom auglýsing um sykrað morgunkorn. Hún heimtaði að losna við þennan ósóma af skjánum, strax! Borið saman við Bandaríkin þá er hrein martröð að bjóða börnum að horfa á barnatíma þar, gríðarlegt auglýsingaáreiti, undantekningalítið sælgæti, skyndibitamatur, sykurdrykkir eða sykrað morgunkorn. Hér þurfa börn ekki að sjá auglýsingu frá McDonalds frekar en foreldrarnir kjósa, ef þau horfa á sjónvarp á annað borð. Það kalla ég vel sloppið. Hver er stefna hins íslenska Ríkissjónvarps? Auðvitað ætti ekki að sýna eina einustu auglýsingu á meðan barnatími er á dagskránni. Sök sér með aðra dagskrárliði. 

ÉG kom því loks í verk að hjóla yfir að ánni Taff en þar er fínn 55 mílu langur hjólreiðastígur. Ég hjólaði nú ekki nema smá brot af leiðinni en möguleiki er að hjóla frá miðbæ Cardiff, allt norður í þjóðgarðinn Brecon Beacons eftir þessum stíg, eða öfugt. Kannski ég reyni að koma því í verk áður en dvölinni hér lýkur. Annars venst nokkuð vel að hjóla hér í Cardiff, vinstri umferðin er orðin sjálfsögð í mínum huga og þrátt fyrir þrengsli þá kemst maður nokkuð greiðlega sínar leiðir á hjóli. Það mætti þó vera meira um sérstakar hjólaleiðir hér í bæ, sérstaklega þvert á dalina, austur-vestur. En það virðist nú ekki vera á dagskrá enda hæla þeir sér af því hér að í Cardiff sé meira af grænum svæðum en í flestum öðrum breskum borgum. Veit ekki með það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 24191

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband