Breytt stjórnarráð

Það er í sjálfu sér ekki nýtt að fá óstaðfestar fregnir í óáreiðanlegum fréttamiðlum eins og visi.is og Fréttablaðinu. Það vakti hins vegar blendin viðbrögð hjá mínum vinnufélögum og reyndar fleirum að sjá þar svart á hvítu í síðustu viku að okkar málaflokkur yrði vistaður undir umhverfisráðuneytinu en ekki landbúnaðarráðuneytinu. Hjá mér voru viðbrögðin svosem ekki blendin. Ég hef lengi beðið eftir breytingum í þessum málaflokki öllum og þó það væri ekki nema breytinganna vegna þá væri gott að fá nýtt ráðuneyti, ný sjónarmið og nýtt fólk. Það má lengi ræða það hvort landgræðsla eigi heima undir umhverfisráðuneyti. Gróðurverndarstarf, gróðureftirlit, stöðvun landeyðingar, fræðslustarf og endurheimt vistkerfa má auðveldlega rökstyðja að eigi heima undir umhverfisráðuneytinu. Landgræðsla hefur lengi verið mjög landbúnaðarmiðuð, átt áherslur talsvert undir hagsmunaaðilum innan þess geira og lagabreytingar háðar þeim sjónarmiðum. Þess vegna m.a. eru núverandi lög frá 1965. Sjónarmið og aðstæður hafa hins vegar mikið breyst og full ástæða til að stokka upp málaflokkinn. Það eru ekki næg rök að stærstur hluti landsins sé í eigu bænda. Bændur vinna manna mest að uppgræðslu lands. Það er ekki bara af því að þeir eru góðir menn, heldur sjá þeir sér hagsmuni í því sem atvinnurekendur. Það þjónar síðan hinum heildrænu hagsmunum að þeir vinni að þessum málaflokki, landi, þjóð og sjálfum sér til hagsbóta. 

En ég mun ekki harma það ef málaflokkurinn landgræðsla fer undir umhverfisráðuneytið. Hrósa hins vegar ekki fyrr en ég sé það gerast. Fyrrverandi landbúnaðarráðherra skorti þrek og þor til að klára eins lítið mál og sameiningu landgræðslu og skógræktar. Núverandi ríkisstjórn þarf að þora og horfa fram hjá sérhagsmunum ef málið á að ná í gegn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband