28.5.2007 | 11:29
Grænþvottur
Grænþvottur eða "Greenwash" er eitthvað sem á við að minna á um þessar mundir. Um er að ræða fyrirbrigði sem snýst um það þegar fyrirtæki, einstaklingur, hópur eða stofnun kynnir sig og ímynd sína sem umhverfisvæna eða græna en að baki liggur götótt stefna sem heldur ekki vatni sé grannt skoðað. Umræða um grænþvott er ekki ný af nálinni en á síðustu og bestu/verstu tímum er hún mikilvægari en nokkru sinni. Allskyns tónar af grænu eru kynntir til sögu, vinstri grænir, hægri grænir, grænir bílar, græn hús, græn orka o.s.frv. Þessi græni litur getur síðan þvegist af í fyrstu rigningarskúr.
En hvernig kemst svona lagað upp, að græn stefna sé ekki græn? Kannski veit viðkomandi ekki betur og heldur grænleika sínum fram í góðri trú. Þekking og/eða tækni er kannski ekki komin lengra. Eða um er að ræða einlægan brotavilja, eða hvíta lygi.
Blaðamenn og frjáls félagasamtök eru þeir ásar sem eru helst líklegir til að koma upp um grænþvott. Blaðamenn með rannsóknum og frjáls félagasamtök með sérfræðinga innan sinna vébanda sem sjá í gegnum plottið. Neytendur þurfa síðan að hafa öryggi á oddinum því blekkingar snúa ekki eingöngu að verðlagningu, magntölum og útliti, heldur líka grænni ímyn. Stöðluð vottunarkerfi eru til þess gerð að koma í veg fyrir grænþvott en þau eru ekki til á öllum sviðum. Hér á landi er þörf á öflugu aðhaldi þegar fyrirtæki og reyndar stjórnmálaflokkar, hver af öðrum, kynna sig sem græn.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.