Herskáir Húsvíkingar

Það er ekki að spyrja að sköruleika þeirra Húsgullsmanna enda miklar hamhleypur þar á ferð. Hér tel ég menn þó vera byrjaða að rífast um epli og appelsínur. Stöðvun jarðvegseyðingar og uppgræðsla er ekki það sama og skógrækt, a.m.k. ekki eins og þetta tvennt hefur verið stundað hér á landi. Ábendingar ríkisforstjóranna hjá Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun eiga fyllilega rétt á sér því það ber að taka tillit til ýmissa atriða við skipulag skógræktar, og reyndar uppgræðslu lands. Umhverfisáhrif þessara inngripa eru talsverð, jákvæð og neikvæð. Félagslegir þættir, smekkur, menning og ásýnd lands eru fullgild rök í slíkri umræðu. Það má hins vegar vel rökstyðja það að stöðvun eyðingar skóga, gróðurs og jarðvegs séu hvað áhrifamestu mótvægisaðgerðirnar gegn vaxandi styrk CO2 í andrúmslofti. Einnig má byggja upp verðmæt vistkerfi með uppgræðslu og skógrækt, sem vel passa við markmið samnings um verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Það er kannski ekki alveg sama hvernig þau vistkerfi líta út. Endurheimt birkiskóga, votlendis og víðigrunda ættu að vera eitt af höfuðmarkmiðum slíks starfs hér á landi, og e.t.v. fleiri vistkerfa. 

Forstjórar Skipulagsstofnunar og Náttúrufræðistofnunar og forsvarsmenn Húsgulls gætu því vel orðið sammála á endanum, ef báðir fjölluðu um epli.  


mbl.is Húsgull gagnrýnir ummæli um landgræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband