Vista- og búsetuskipti

Jæja, þá er komið að því. Kallinn að skipta um vinnu og fjölskyldan að flytja aftur í bæinn. Ekki bjóst ég nú við því fyrir nokkrum mánuðum síðan. En svona er lífið, uppfullt af beygjum og breytingum sem maður bregst einhvern veginn við. Annars er fínt að vera hérna á Selfossi, rólegt og fjölskylduvænt. Tengslin við bæinn eru hins vegar lítil og hér eru engar rætur. En ég er spenntur að skipta um vinnu, nýr kúltúr og ný viðfangsefni.

Það er allt útlit fyrir að við flytjum í Kópavoginn, tilboði okkar í íbúð í Blásölum var tekið og það ekki síðar en 15. ágúst. Þangað til eru ekki margir dagar. Þá er bara að vona að pláss fáist fyrir Birnu í leikskóla og að Margréti falli vel skólagangan í Salaskóla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kiddi

Þetta eru fréttir með að tilboðinu hafi verið tekið. Ég get ekki annað en óskað ykkur til hamingju og við hlökkum til að fá ykkur í þarnæsta hús (svona hér um bil)!

Kiddi, 9.7.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 24193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband