Fæðu- og umhverfisblogg

Nú hefur bloggið hjá mér verið í dái í nánast allt sumar. Á þessum tíma hafa dunið á mér af póstlistum allskyns fréttir úr fæðu-, umhverfis- og heilbrigðisgeiranum, sem ég hef ekki haft döngun í mér til að koma á framfæri í þessari þröngmiðlun, sem bloggið er.

Hér er t.d. ein grein um fúkkalyf í grænmeti þar sem staðfest er að fúkkalyf sem gefin eru búpeningi berast með búfjáráburði á akra og þaðan í grænmetið sem þar er ræktað. Þetta á t.d. við um kál og kartöflur. Áhrifin á heilsu manna eru að mestu óþekkt en ofnæmisviðbrögð og ónæmi baktería eru meðal þess sem líklegt er að komi á daginn.

Svo er það blessað teflonið, sem er svo gott á pönnunni en vont í skrokkinn. Meira að segja EPA í Bandaríkjunum (Umhverfisstofnun) hefur mælst til þess að hætt verði að nota Perfluorooctanoic sýru (PFOA), sem er í teflonhúð, vegna líklegra krabbameinsvaldandi áhrifa efnisins. Auk þess er það ofnæmisvaldandi.

Svo eru það flutningurinn á matvælum. Ef við viljum horfa til allra þátta í umhverfinu, þá er ekki sjálfgefið að best sé að kaupa lífrænt ræktuð matvæli frekar en hefðbundin. Þetta á ekki síst við t.d. ávexti sem fluttir eru yfir hálfan hnöttinn, kiwi frá Nýja Sjálandi eða mangó frá Equador, með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta snýst um hinar s.k. matarmílur (food miles). Hvet alla sem velta þessu eitthvað fyrir sér að leita uppruna þeirrar vöru sem þeir hyggjast kaupa og velja þá frekar þá sem framleidd er nær okkur í rúmi, og reyndar helst í tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband