Dálítið umhverfisblogg

Í fyrsta lagi þá bendir allt til þess að vorið sé að meðaltali sew til átta dögum fyrr á ferðinni í Evrópu en fyrir 30 árum síðan, sé eitthvað að marka þessa rannsókn. Það getur verið að okkur þyki þetta ágætt en það getur þýtt að hinar ýmsu fæðukeðjur raskast. T.d. að farfuglar komi of seint í matinn, missi einfaldlega af skordýrasteikinni eða salatskálinni. Áhrifin eru einna mest í löndum eins og Spáni, minni á Bretlandi og ekki fer sögum af Íslandi. En er nokkur munur orðinn á árstíðum þar?

Í öðru lagi þá er áætlað að súrt regn hafi fallið á u.þ.b. þriðjung alls lands í Kína. Þar hefur mengun með s.k. brennisteinsdíoxíði aukist um fjórðung á fimm árum. Annarsstaðar í heiminum hefur mengun af þessu tagi dregist mikið saman. Og loforð Kínverja um heiðan himinn á Ólympíuleikunum 2008 gæti orðið erfitt fyrir þá að uppfylla. 

Svo er það reynslusaga konunnar í Normal, Illinois, sem reyndi að vera bíllaus í heilan mánuð. Það segir sína sögu um almenningssamgöngur í Bandaríkjunum, landi "minivana". Kostaði gríðarlega vinnu og álag fyrir konu með tvö börn. Kannast einhver við þetta á Íslandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband