Gjaldfrjáls strætó

Nú hef ég hingað til ekki verið talinn til sjálfstæðismanna. Í þetta sinn get ég þó tekið undir með þeim. Málið nefnilega snýst ekki um hvort almenningssamgöngur eru "ókeypis", því ekkert er ókeypis. Málið snýst auðvitað að nokkru leyti um upphæð gjaldtöku en einnig um þjónustu og gæði hennar. Ég er mikill strætómaður og legg mitt af mörkum til að nýta þá þjónustu. Ég keypti mér níu mánaða kort og hugsa því lítið um gjaldið nema að því leyti að ég reyni nú að nýta þjónustu strætó við hvert tækifæri. Það sem nú vantar uppá er að strætó geti boðið upp á skilvirkari þjónustu, tíðari ferðir og meiri hraða. Almenningssamgöngur þurfa að vera jafn- og helst skilvirkari en einkabíllinn. Ég þarf að vera jafnfljótur og helst fljótari með strætó í vinnuna en á einkabílnum. Þá er björninn unninn. Upplifi einkabílistinn að strætó fari frammúr á Kringlumýrarbrautinni, þar sem strætó ætti að vera með forgangsrein, þá gæti hann byrjað að forgangsraða upp á nýtt. 

Ég legg því til að í stað þess að strætó sé gjaldfrjáls þá verði skattpeningar nýttir í að bæta við forgangsreinum á helstu samgönguæðum höfuðborgarsvæðisins. Einnig þarf að fjölga leiðum með tíðari ferðir, hálftíma bið getur orðið til þess að fólk verði úti eða kaupi sér bíl.  


mbl.is Álykta gegn hugmyndum um gjaldfrjálsan strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband