Góður laugardagur

Dagurinn í dag er svona góður laugardagur. Vaknað snemma með stelpunum, gefa þeim að borða, horfa með þeim á barnatíma og lesa blöðin, sötrandi kaffi (sleppti bjórkvöldi í gær). Fara í ræktina undir hádegi, fá sér "boost" í hádegismat, hnetur og rúsínur, epli o.fl. hlusta svo á tónlist í rólegheitunum. Stilla gítarinn og bassann, spila lítið eitt með Birnu. Það er gott að fletta í henni með lagaval, það er eins og hún læri eitt lag á dag og textarnir buna út úr henni. Þá er ábyrgðarhluti að gefa börnunum ekki tækifæri á að hlusta á tónlist frá hinum ýmsu tímabilum, straumum og stefnum. Svo er matur hjá tengdó á eftir svo það þarf ekki einu sinni að elda. 

Nú styttist í að ég verði grasekkill þegar frúin fer í námsorlof til Cardiff. Kvíði því talsvert en eins og ég hef ritað áður þá getur svona fjarvera verið til að styrkja sambandið (sem er bara eitthvert Pollíönnu kjaftæði).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband