Huggulegur rigningarmorgun

Það var notaleg rigningin í morgun, féll nánast beint niður, kyrrlát og ljóðræn. Vel við hæfi á þessum degi. Þetta minnti mig samt á útlönd satt best að segja, m.a.s. Cardiff kom upp í hugann þegar ég settist inn í strætó. Alltof sjaldan sem maður getur gengið út í svona huggulega rigningu hér heima.

Svo fór ég að leiða hugann að því að í strætó í Cardiff voru bara einar útgöngudyr í flestum tilvikum. Þetta leiddi til þess að notendur þurftu að taka tillit hver til annars þ.e.a.s. Þeir sem ætluðu inn þurftu að bíða eftir þeim sem ætluðu út. Svo átti maður ávallt leið framhjá bílstjóranum en eins og ég bloggaði um í fyrndinni, þá eru velskir strætóbílstjórar mjög kurteisir upp til hópa. Þar tíðkast að kveðja, "tata" eða bara "thank you". Mér var sumsé hugsað til þessa þegar ég fór úr strætó við Höfðatorg, að aftan, án þess að yrða á bílstjórann og þakka honum fyrir.

Sennilega eru almenningsvagnar hér á landi almennt of stórir. Maður fyllist einmanakennd ef mjög fáir eru í vagninum og allt að því óöryggi. Þetta er því vart hvetjandi umhverfi til að örva notkunina á kerfinu.

En ég segi það enn og aftur, ég er tilbúinn að borga fyrir góða þjónustu almenningsvagna, sem skilar mér fljótt og vel á áfangastað og ég verð ekki úti þó svo ég missi af vagninum og þurfi að bíða eftir næsta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband