19.11.2007 | 09:13
Hið dimma Ísland
Hjólaði í morgun í suddanum, þéttur úði og þoka, svo ég varð rennandi blautur, gleymdi aukasokkum og inniskóm.
Merkilegt með Íslendinga. Ég mætti fjórum eða fimm hjólreiðamönnum á leiðinni. Allir voru ljóslausir, utan einn sem skartaði nánast batteríslausu ljósi. Í þessu landi myrkursins ætti að vera nánast óhugsandi að vera á ferðinni án ljóss. Annað mætti flokka undir leiða á lífinu eða góðri heilsu.
En þeir sem hjóla dags daglega til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu eru ekkert annað en hetjur. Það eru sennilega vandfundnar jafn erfiðar og leiðinlegar aðstæður til að hjóla en hér á suðvesturhorni Íslands. Illa samræmdir eða engir hjólastígar. Rigning, mótvindur, brekkur og ljóslausir hjólreiðamenn. En, ég verð að hrósa bílstjórum á svæðinu. Þeir hafa sýnt mér mikla tillitssemi, þvert á það sem ég bjóst við. Kannski er það vegna þess að þeir sjá mig?
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.