Bændur og þeirra hlutverk

Það er svolítið gaman að skrifa fyrirlestur um hlutverk íslenskra bænda í jarðvegsvernd núna akkúrat þegar mikil umræða er um hlutverk bænda í íslensku samfélagi. Það er nefnilega svo sniðugt að landbúnaður byggir á því að nota land til að búa til eitthvað nothæft eins og mat, klæði eða afþreyingu, sem síðan er hægt að nota sem gjaldmiðil til að bóndinn geti síðan keypt eitthvað fyrir sjálfan sig og sína. Mér finnst oft að þetta hafi gleymst og að það sem vanti sé í raun að gefa bændum frelsi til að finna nýjar leiðir við að afla tekna af landinu sem þeir eiga. Í dag er það að mestu bundið við kindakjöt og kúamjólk. Hver segir að það séu þær fæðutegundir sem best er að framleiða á íslensku landi? Hér í Wales eru styrkir til landbúnaðar að miklu leyti bundnir við það land sem viðkomandi bóndi á og eða nýtir. Hann skal halda því í góðu ástandi og framleiða gæði sem heimurinn síðan nýtur. Til viðbótar þessu geta bændur tekið þátt í umhverfisverkefnum, sem þýða að þeir eru að bæta umhverfið, í víðum skilningi og fá greiðslur frá samfélaginu til þess. Bændur eru nefnilega margir hverjir ágætis vinnuafl. 

Það er að mínu mati lífs nauðsyn fyrir bændur að brjótas út úr þessu með kýr og kindur, að styrkjakerfið sé bundið við þetta tvennt. Síðan verður að meta hversu mikilvægt fæðuöryggi Íslendinga er. Eða hvort það er réttlætisspurning að íslenskir bændur njóti styrkja á meðan bændur í öðrum löndum geri það líka.

Held það sé tímabært að íslenskir bændur blási til sóknar í stað þess að fara sífellt í vörn þegar umræðan fer í þennan farveg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ég er svo sannalega sammála þér með þetta að bændur brjótist út úr þessu gamla hlutverki sem margir eru enn í. En það er líka það, að margar jarðir eru þannig í sveit settar að það er ekki arðbært að vera með hvað sem er. En mér finnst bændur í mörgum tilfellum ekki alveg hugsa hlutina. Það eru bændur að berjast við að vera með mjólkurframleiðslu á þeim svæðum sem væru miklu hagstæðara og hagkvæmra að vera með fé á, og svo öfugt að fjárbændur eru þar sem mjólkurframleiðsla væri ákjósanlegri. Þá á ég við beitiland, afréttir, vegalengdir frá afurðarstöðum. Ég var bóndi í nokkur ár og kom frá þéttbýli og það var ekki vel séð ef að maður minntist á eitthvað í þessum dúr. Var vel látin vita á fundum og annað að ég væri nú ekki með vit því að ég væri af mölinni ha ha ha ha.

Sigrún Sæmundsdóttir, 26.9.2006 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband