Rafmagnslaust

Það stefndi allt í hefðbundið kvöld hér í gær en þá slokknaði á öllum ljósum, nema á skjá fartölvunnar. Rafmagnslaust! Ljósgeislar sáust skjótast um hús nágrannanna, vasaljósin á lofti, sígarettuglóð og kertaljós. Auðvitað kom rafmagnið fljótlega á aftur en þetta var dálítið sjarmerandi, minnti mig á sveitina þegar varð rafmangslaust reglulega og mitt helsta áhugamál var að brenna blýanta í kertaloganum. Var alltaf með sótuga blýanta í pennaveskinu. 

Það er hins vegar gott fyrir okkur nútímamenn á auðugum vesturlöndum að venjast rafmangsleysinu. Orkukreppan alltaf að skella á, bæði vegna takmarkaðrar þekkingar á að nýta orku og einnig vegna hýnandi loftslags. Hlýnun getur líka kallað á mikla orkunotkun, orku til að kæla, a.m.k. í okkar orkuháða heimi.

En við hjónakorn hjúfruðum okkur saman þrátt fyrir rafmagnið og horfðum á Phillip Seymour Hoffman leika Truman Capote í nánast samnefndri mynd, einn af mínum uppáhaldsleikurum.

En varðandi veðrið, sem mér finnst svo gaman að blogga um, þá er sól og allt blautt. Spáir haugarigningu en ómögulegt að vita hvort eða hvenær hún kemur, sífellt verið að aflýsa rigningu hér, eins og áður hefur komið fram. En ég kann þessu vel, óvissa eykur aðlögunarhæfni. Íslendingar þekkja það þjóða best. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband