Ahhh....

Hollensk sveit

Alltaf best að vera í faðmi fjölskyldunnar. Það finnur maður best eftir fjarveru, annars er eitthvað ekki í lagi. Holland var flatt að vanda, þó ég hafi þarna séð óreglulegasta hluta þess, í suðaustur horninu, einskonar botnlangi niður á milli Belgíu og Þýskalands. Ráðstefnan var skemmtileg og fróðleg. Hið ágætasta fólk. Wageningen er skemmtilegur smábær, 30-40 þús manns og allt meira og minna í kringum háskólann. Í Hollandi fæst góður bjór og góður matur. Verst að þarna getur allt verið á floti fyrirvaralaust, ekki í bjór, heldur í vatni, ýmist frá hafi eða eftir rigningar. 

Fyrirlesturinn minn gekk bara vel, studdist nánast ekkert við handritið en kom flestu frá mér skammlaust. Var reyndar spurður að því við kvöldverðinn á eftir hvaða hvíti flekkur þetta hefði verið á kortinu sem ég sýndi. Ég skildi spurninguna ekki strax en brátt kom í ljós að þarna var um að ræða stærsta jökul Evrópu, sem ekki allir áheyrendur áttuðu sig á. 

En hér í Cardiff er komið haust, rigningar og kólnað talsvert. Haustlitir eru komnir á sumar trjátegundir og ég er kominn í langerma peysu. Semsagt óhrekjanleg merki haustsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 24191

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband