BNA ruslahaugurinn og heilsufar í UK

Skömm feitrar þjóðar

Las athyglisverða grein úr LA Times þar sem kemur fram að nú eru fluttar ýmsar vörur til BNA sem ekki eru lengur leyfðar á svæðum eins og ESB, Japan og jafnvel í Kína, vegna heilsuspillandi eða umhverfisspillandi efna. Tekið dæmi um krossvið sem fluttur er til BNA frá Kína sem inniheldur formaldehýð, langt yfir viðmiðunarmörkum innan ESB, Japan og Kína. Svona er nú neytendaverndin í Bandaríkjunum. Hélt það væri nú nógu slæmt samt.

Það eru ekki góðar heilsufarsfréttir héðan frá UK. Hér mun offeiti vera mest í Evrópu og það sem verra er, hér í Wales mun vera þriðja mesta offeiti í ríkjum heims, á eftir Bandaríkjunum auðvitað og Möltu. Obb, obb, obb. Þetta kemur svosem ekki á óvart en ljótt að sjá. Sáum þátt á BBC um daginn sem fjallaði um heilsufarið í dölunum hér í suðaustur hluta landsins. Flestir á "welfare" og éta skyndibitamat. Atvinnuleysi og heilsuleysi. Jafnvel heimsending á "fish and chips". Alltaf skal það vera "chips". Og blessuð börnin, hvers eiga þau að gjalda. Þetta er sorglegt því hér á maður völ á fjölbreyttum mat og hráefni í mat. Annað en á Íslandi þar sem innflutt ferskvara er orðin nokkurra mánaða þegar hún er loksins dregin upp á skerið. Við Íslendingar erum á einhverju miðjuróli í fitunni innan Evrópu. Það hlýtur að teljast viðunandi en leiðinlegt þó að eiga ekki met í þessu. Við brennum svo miklu í kuldanum, held það sé svarið, því við neytum víst æði mikils kóla og feiti. 

Ef einhver hefur beðið spenntur eftir veðurfréttum héðan þá skal hann uppfræddur um það að ekki kom dropi úr lofti í dag þrátt fyrir eindregna spá. Ég hjólaði á stuttermabol í morgun og uppúr hádegi og ekki var nú kuldanum fyrir að fara. Blessað loftslag hérna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband