Sifræði lífrænnar ræktunar undir álagi, jafnvel banvænu

Stonyfield Jógúrt

Þegar neytendur velja lífrænt vottaða vöru þá er á bak við það einhver sýn á heilbrigði, einhver siðfræði um velferð umhverfis, manna og dýra. Ímyndin er fjölskyldubú, karl oft skeggjaður og gengur um á klossum og konan kastar korni í hænurnar, bæði moldug um hendur eftir að reyta illgresi úr beðum. Þau nota ekki tilbúinn áburð á akrana eða túnin, ekki illgresiseyða eða skordýraeitur. Álag á skepnur er lítið og þær fá að ráfa um landið en eru ekki lokaðar inni í þröngu rými, þær fá að fylgja sínu eðli. Vegna þessa eru húsdýr almennt heilsuhraustari í lífrænum landbúnaði en þar sem stundaður er verksmiðjubúskapur. Afurðirnar eru síðan seldar í nágrenninu.

Það fer því kvíðahrollur um margan hugsjónamanninn þegar vinsældir lífrænt vottaðrar vöru faraga_organicricekrispies vaxandi og hinir stóru byrja að hasla sér völl í lífrænni framleiðslu. Hinir stóru í þessu tilviki eru fyrirtæki eins og Wal Mart, General Mills og Kellogg, sem eru engin smáfyrirbæri.

Í BuisnessWeek er tekið dæmi um framleiðandann Stonyfield, sem lengi hefur framleitt lífrænt vottaða vöru. Nú er Stonyfield bóndabærinn horfinn en eftir stendur verksmiðja sem framleiðir lífrænt vottaðar afurðir úr mjólk annarra bænda, aðallega vel þekkta jógúrt, og er nú að mestu í eigu Danone, franska jógúrtrisans. Eftirspurnin er orðin svo mikil að nú stendur til að flytja undanrennuduft yfir hálfan hnöttinn, frá Nýja Sjálandi, til að framleiða jógúrt, lífrænt vottaða. Þetta er klemman sem þessi grein er komin í. Hvernig gengur að samræma hina hugljúfu en krefjandi framleiðsluhætti og arðsemiskröfuna á Wall Street? Mark Morford lýsir ágætlega sjokkinu þegar hann sá fyrst auglýsingu um "organic" Rice Krispies.

Vegna hinnar miklu eftirspurnar er leitað lengra eftir hráefni, til Brasilíu, Kína og Sierra Leone, þar sem illa gengur að hafa eftirlit með framleiðsluháttum. Stóru fyrirtækin setja á fót eigin framleiðslu og reyna að teygja vottunarstaðla til hins ítrasta og helst lengra. Og um leið og þau eru komin með fótinn inn fyrir þröskuldinn þá er strax orðið mun erfiðara að herða reglurnar en meiri þrýstingur á að slaka á kröfunum. Það heitir lobbyismi og er stundaður í Washington DC.

Það er ágætt að hafa þetta í huga þegar maður skoðar krukkur og fernur uppí hillu og á þær er ritað "organic". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband