Bisness as usual?

Íslendingar eru merkileg þjóð. Nýleg ákvörðun um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni hefði víðast hvar í heiminum vakið harkaleg viðbrögð borgaranna og löndun á langreyði hefði verið vettvangur mótmæla einhvers hóps þeirra sem telja um siðleysu að ræða. Þess í stað blogga Íslendingar um hið efnahagslega, líffræðilega og siðferðislega hneyksli sem þeim finnst hvalveiðarnar vera og láta þar við sitja. Útlendingar eru látnir um hin róttæku mótmæli. Fréttirnar hér ytra gefa í skyn að þjóðin sé klofin í herðar niður í viðhorfum gagnvart hvalveiðum. Hvar kemur það fram? Á blogginu. Viðtöl við ráma og skræka talsmenn hvalveiða og umhverfisverndar gefa þá mynd að ekkert hafi breyst á 20 árum. 

Mín skoðun er sú að það sé í lagi að veiða hvali sé það metið sem arðvænleg atvinnugrein, m.t.t. allra þátta, og séu hvalir drepnir á kvalalausan/lítinn hátt. Hún er hins vegar illa samræmanleg við ferðamannaiðnaðinn eins og hann er, nema hvalskoðunarfyrirtæki einbeiti sér að Asíu, sýni Japönum hvaðan maturinn kemur, gefi þeim síðan hrátt hvalkjöt um borð og aftur þegar þeir koma í land.

Hvað er siðlausara við að veiða hval með sprengiskutli en lax með öngli? Ég bara spyr. Báðar aðferðir bjóða upp á kvalir. Báðar tegundir eru viðkvæmar vistfræðilega. Hvað með rjúpnaveiði? Rjúpur geta sloppið særðar og kvaldar. En hvað erum við að borða svona almennt? Dýr sem líður almennt vel? Nei.

Það er svolítið gaman að lesa umfjöllun um Íslendinga í tengslum við hvalveiðar á ýmsum netmiðlum. Víða eru þær settar í samhengi við sjálfstæði þjóðarinnar og útþenslu landhelgi. Og auðvitað má rekja þessa umdeildu hvalveiðiákvörðun til þjóðerniskenndar að nokkru leyti. Við erum lítil en stolt þjóð sem tekur ákvarðanir byggðar á eigin forsendum. En í öðru leggjumst við síðan í duftið og fylgjum í fótspor þeirra sem eiga peningana og hafa valdið. Skrýtið!


mbl.is Hvalur 9 kominn að landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það er ægilegt rugl í gangi varðandi afstöðu okkar til dýra og notkun þeirra. Engin heildarhugsun í gangi. En það á svosem kannski við á fleiri sviðum.

Góðar greinar hjá þér, ég er búin að lesa mjög margar þeirra aftur í tímann.

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.10.2006 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 24249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband