29.10.2006 | 09:41
Loksins fótbolti
Við Valdi skelltum okkur loksins á leik með Cardiff Bluebirds (CCFC). Heimavöllurinn er Ninian Park, gamall og lúinn völlur sem tekur um 20 þús. manns. Við fengum ágæt sæti innan um aðra góðborgara Cardiff. Leikurinn var hin besta skemmtun en Bláfuglarnir misstu annars góðan leik niður í jafntefli gegn frekar slöku liði Derby.
Bláfuglarnir eru efstir í deildinni og gætu náð sæti í úrvalsdeild að ári ef þeir halda svona áfram. Spurning um úthald. En þá er líka ljóst að þeir þurfa nýjan völl. Núverandi áætlanir gera ráð fyrir nýjum velli um jólin 2008. Allar forsendur eru fyrir því að CCFC eigi heima í deild þeirra bestu.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.