Fyrirbyggjandi þróun?

Þetta er áhugaverð þróun á þessu annars aríska skeri. Mikil umræða er um blandaða skóla hér í Bretlandi um þessar mundir og nú síðast var lagt til að s.k. "faith schools" þar sem eingöngu eru börn  af tilteknum trúarhópum, þurfi að leyfa aðgang annarra trúarhópa. Ástæðan, fyrirbyggjandi aðgerðir til að minnka fordóma á milli trúarhópa. Það voru viðtöl við foreldra og kennara og afar mismunandi viðbrögð. Þeir sem áttu börn í trúarskólunum virtust lítinn áhuga hafa á blöndun. En hvað er betur til þess fallið að ala á fordómum en skólar þar sem kennt er í anda einna tiltekinna trúarbragða.

Ég er þeirrar skoðunar að ekkert sé betur til þess fallið til að stuðla að minni fordómum en skólakerfi þar sem börn af mismunandi litarhætti og af mismunandi trú blandast saman og umgangist hvert annað frá degi til dags. Hef skrifað um þetta áður. Þau eru jú ekki fædd með þessa fordóma en fá þá frá sínu nánasta umhverfi, frá t.d. foreldrum. Þetta gerir þó gríðarlegar kröfur á skólakerfið og kennara. Það þarf að virða sjónarmið mismunandi hópa en þó ekki láta það stjórna skólastarfinu, sem er víst nokkuð mjó lína. 

Auðvitað má búast við einhverjum byrjunarörðugleikum þar sem þróunin er svona hröð eins og í Fellaskóla en yngstu börnin eru að öllu jöfnu fordómalaus. 

Til að gera þetta enn betra ætti að nota skólabúninga.  


mbl.is Nærri 40% barna í sumum skólum af erlendum ættum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það sem flækir málið er að siðferði og trúarbrögð eru oft steypt í einn pakka. Siðferðið segir mönnum hvernig þeir eiga að haga sér dagsdaglega; hvað er rétt og rangt. Og að blanda tveimur hópum saman sem eru ekki með sömu siðferðishugmyndir getur leitt til vandræða og enginn til að segja til um hvort siðferðið er réttara. (dæmi um vandræði geta verið t.d. viðhorf til drykkju alkohóls, kynlífs fyrir giftingu, útivistartíma unglinga, fjölkvæni vs ekki fjölkvæni, sambúð fyrir giftingu, osfrv.)

Auðvitað væri gott ef blöndunarpraktisering ylli því að allir menn enduðu með sama siðferði, einhverslags ´meðalsiðferði´ hinná ólíku hópa, en oft er þetta svo samofið trúarbrögðunum að þau yrðu þá líklega að láta undan líka og til yrði einhverslags ´meðaltrú´ þar sem allir fyndu eitthvað við sitt hæfi.

Líklega færi best á því að hópar, ekki bara trúarhópar, yrðu afmáðir af yfirborði jarðar. Allir myndu tala ensku. Þá yrði líklega ekkert stríð meir. En svo eru það alltaf þessir sérvitringar sem vilja halda einhverju ´sínu´ fyrir sig; einhverju sem aðgreinir þá frá hinum; tungumáli, landamærum, osfrv.  Það er eins og fólk hafi þörf fyrir upplifun á hugtökunum ´við´  og ´hinir´.

En nú nenni ég ekki að segja meira.

Mér finnst málið snúast um að vilja bæði éta kökuna og eiga hana. Viljum við leyfa fólki að geta aðgreint sig frá öðrum, eða ekki? Vill maður eiga alla fyrir vini, eða vill maður umgangast ákveðinn hóp fólks?

Býður maður öllum í afmælið sitt?

gerður rósa gunnarsdóttir, 30.10.2006 kl. 17:10

2 Smámynd: Björn Barkarson

Auðvitað er þetta síður en svo eitthvað einfalt en bara það að sjá hvernig börn bregðast við því að umgangast önnur börn, af öðrum litarhætti og öðrum trúarhópum er nóg til að ég tel það vera til þess að auka umburðarlyndi þeirra almennt gagnvart öðru fólki. Umburðarlyndi er sennilega það mikilvægasta sem ungt fólk getur tileinkað sér í dag. Siðferði er alltaf afstætt og getur farið æði mikið eftir aðstæðum.

Björn Barkarson, 30.10.2006 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband