Hverjir fá landbúnaðarstyrkina?

Það er allrar athygli verð þessi stutta frétt í Fréttablaðinu þar sem greint er frá því að þriðji ríkasti maður Finnlands hirði um 14 milljónir króna af opinberum styrkjum til landbúnaðar í Finnlandi á ári. Það segir einnig frá því að finnsku Bændasamtökin berjist gegn því að upplýsingar um þá sem þiggja landbúnaðarstyrki í Finnlandi verði birtar opinberlega. 

Veit einhver hverjir fá landbúnaðarstyrkina á Íslandi og hversu mikið hver fær? Gæti verið fróðleg lesning. Eru nokkuð bankastjórar og forstjórar þar á meðal? Það er nákvæmlega sama laumuspilið með ráðstöfun þessara peninga á Íslandi og í Finnlandi. Og ekki bara það, heldur er öll stefnumótun um það hvernig þessum miklu fjármunum skuli varið bundin pínulítinn hóp manna sem sitja í lokuðu herbergi og búa til stefnu næstu 5-10 ára. Lýðræði? Almannafé? Laumuspil? Hljómar kunnuglega.

Á heimasíðu velska byggða- og umhverfisráðuneytisins er listi yfir þá sem fá styrki til landbúnaðar í Wales og hversu mikið hver og einn fær. Þetta eru í rauninni stórmerkilegar upplýsingar, ekki síst þegar horft er til þess laumuspils sem er um þessi mál víða annarsstaðar.

Ég er hissa á að enginn blaðamaður nýti sér upplýsingalögin og óski eftir aðgangi að þessum upplýsingum, því þau varða almannahagsmuni, um er að ræða ráðstöfun á almannafé. En kannski einhver hafi gert það. Væri fróðlegt að sjá úrskurð Persónuverndar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 24196

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband