19.11.2006 | 17:35
Stúfur, drulla og illa heppnuð gulrótarkaka
Sunnudags hádegismaturinn tókst vel, nautastúfur (stew) í ofni í 3 klst, heimatilbúið hrásalat, spínat í smjöri og hvítlauk og soðnar kartöflur. Sippað á rauðvíni með. Asskoti gott. Stuðst við nýja bók eftir Jamie Oliver, "Cook with". Svo stóð nú til að baka eina gulrótarköku uppúr bókinni en vantaði appelsínu. Því var hlaupið út í búð, í gegnum skóginn, þennan 30 m. breiða og 400 m. langa, en þar var allt blautt og forarsvað. En viti menn. Af því að nú er haust þá er svo mikið af laufum á jörðinni að maður flýtur á drullunni. Fyrir mig jarðvegsverndarmanninn var þetta stórkostleg upplifun. En skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir appelsínuna þá misheppnaðist kakan. Af hverju, alltof mikið smjör í uppskriftinni. Get því ekki mælt með þessari uppskrift að gulrótarköku en, kremið er snilld. Súraldinmascarponerjómaostkrem. Mjög milt, ferskt og fitandi.
Annars rignir orðið hér alla daga, væri kolófært ef þetta væri snjór.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.