Þreytulegar byggðir

Kastali

Vorum talsvert á ferðinni um páskana, leigðum bíl og ókum um nágrennið, milli fjalls og fjöru. Þessi suðausturhluti Wales er nokkuð einsleitur, aflíðandi hæðir og dalir. Landbúnaður og námubæir, ferðaþjónusta hér og þar. Kastalar og námuminjar standa uppúr og niðurúr hvað varðar það sem haldið er á lofti hér í ferðaþjónustu. Stoppuðum í Abergavenny og Blaenavon, ólíkir bæir. Abergavenny er á mörkum þjóðgarðsins Brecon Beacon, aðlaðandi bær með markað og mannlíf. Blaenavon er hinn dæmigerði námubær, með námuminjar á heimsminjaskrá og mjög lifandi námusafn. Húsin eru grá og brún, dumbungsleg og þreytt að sjá. Þegar ekið er frá Blaenavon til Cardiff verða margir svipaðir bæir á leiðinni. Það er líka ótrúlegt hvernig þessi gífurlega námuvinnsla hefur breytt landslaginu á þessu svæði. Engir hólar eða lægðir eru náttúrulega formaðir heldur uppgröftur úr námum. Þetta er hið tilbúna landslag, afurð kola- og járnvinnslu á síðustu tveimur öldum. En nú er þessari vinnslu að mestu hætt og því veikar stoðir undir atvinnulífi í þessum bæjum.  

En annars er lífið búið að vera ljómandi, veður ágætt, matur stórgóður og nóg að gera. Nú er sem sagt lífið aftur að komast í sömu skorður og fyrir páska með skólum og leikskólum. Maður sér reyndar fram á að skerið í norðri verði sokkið í verðbólgu og gjaldþrot innan skamms. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þá hefur pundið hækkað úr 108 krónum í 141 krónur á þremur mánuðum eða um 33 krónur, 30%. Ekki gott.

Maður yljar sér við velgengni sinna manna í Meistaradeildinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband